Brauðsala Grundaskóla

Eins og margir þekkja þá reka nemendur í 10. bekk brauðsölu fyrir unglingastig og efsta hluta miðstigs. Brauðsalan er söfnunarverkefni fyrir lokaferð og er hluti af valskipulagi skólans. Nemendur læra að reka fyrirtæki með öllu því sem fylgir og reyna hvað þeir geta að fylgja eftir hollustumarkmiðum.

Það að reka brauðsölu er ekki einfalt og kostar mikla vinnu af hópnum. Ýmsar kröfur eru einnig frá skólayfirvöldum s.s. að óhollt sé ekki í boði nema á fimmtudögum og einnig eru kröfur um að verðlagningu sé haldið í hófi. Á móti fá nemendur aðstoð við að baka sjálf vörur o.m.fl.

Til upplýsingar um þjónustu brauðsölu Grundaskóla þá má sjá hér á myndinni upplýsingar um verðlag í brauðsölunni en hvert brauðsölukort getur dugað frá 18 skiptum upp í 36 skipti allt eftir því hvað er verslað. Einnig er dæmi um framboð ákveðna viku en á matseðlinum eru smurðar brauðbollur með osti, hollt boost, langloka með skinku, káli og sósu. Kaka og síðan eitthvað óvænt á föstudegi í vikulokin.

Allir hagnaður af rekstri brauðsölunnar rennur í ferðasjóð nemenda.