Bleikur dagur þann 15.október

Það er bleikur dagur í Grundaskóla á föstudaginn.

Kennarar og starfsfólk skólans ætla því að mæta í bleikum fötum í tilefni dagsins og hvetjum við nemendur til þess að gera það líka. Þannig lýsum við upp skammdegið í bleikum ljóma svo allar konur (og karlmenn) sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.

Í okkar skólasamfélagi er fólk sem glímir við þennan vágest. Hér er ekki spurt um kyn eða aldur. Helsta forvörnin er að lifa heilsusamlegu lífi og styðja forvarnarstarf. Grundaskóli hefur árum saman lýst upp skólabygginguna bleiku ljósi í október og í ár er engin breyting á því. 

Við verðum í bleiku föstudaginn 15. október 2021.