Arnór Sigurðsson í heimsókn


Í dag fengum við í 6. og 7. bekk frábæra heimsókn frá Arnóri ,,okkar” Sigurðssyni atvinnumanni í knattspyrnu og fyrrum nemanda Grundaskóla. Fyrirlesturinn bar heitið; Hafðu trú á sjálfum þér. Fyrirlesturinn hitti beint í mark hjá krökkunum og ræddi hann m.a. um mikilvægi þess að setja sér markmið, hafa metnað í námi jafnt sem íþróttum, fara út fyrir þægindarammann sinn og vera góð manneskja. Takk fyrir okkur Arnór, við erum stolt af þér.