Áhættuhegðun barna og unglinga.

Brúin - samráðs og forvarnarhópur á Akranesi hefur vakið athygli á eftirfarandi.

Borið á því að börn og unglingar eru að taka áskorunum á samfélagsmiðlinum Tik tok um allskyns áhættuhegðun, sem getur haft mjög svo alvarlegar afleiðingar. T.d eru börn mönuð til að þrengja að brjóstkassa og öndunarvegi til að láta líða yfir sig. Einnig er börn að mana hvort annað í að gera eitthvað áhættuatriði til að sjá hvernig það endar. Eitt af því er t.d að leggjast á götu og athuga hvort og þá hvenær bíll stoppar annað að leggjast undir bílskúrshurð til að kanna hvort hún stoppar og fleira í þessum dúr. Það er auðvitað þannig að sum börn er auðveldara að mana en önnur og ákveðið valdaójafnvægi sér til þess að börn í viðkvæmri stöðu eru í meiri áhættu á að vera att út í þessar áskoranir. Þetta er auðvitað grafalvarlegt og börn hafa verið flutt á sjúkrahús hér á landi sem erlendis til aðhlynningar eftir að hafa tekið þátt í áskorun og er í raun tímaspursmál hvenær stórslys verður.

Samráðshópurinn hefur áréttað að mikilvægt sé að upplýsa foreldra um þetta svo þeir geti tekið umræðuna heima með börnum sínum.