Ágætu foreldrar/forráðamenn

Á morgun verður útför Ingibjargar Eggertsdóttur, kennara við Grundaskóla og fer athöfnin fram í Akraneskirkju kl. 11. Streymi verður frá athöfninni og munum við standa að athöfn fyrir starfsfólk á sal skólans fyrir þá sem ekki fara á staðinn.

Vegna útfararinnar verður skertur skóladagur í Grundaskóla hjá 6. - 10. bekk skólans frá kl. 10:30. Við ætlum hins vegar að halda úti kennslu í 1. - 5. bekk skólans. Einnig verður frístund skólans opin eins og venjulega.

Bestu kveðjur,

Skólastjórn