Fyrirlestur á sal Grundaskóla þriðjudaginn 2. maí kl.19:30

 

Við viljum benda ykkur á frábæran fyrirlestur sem verður í Grundaskóla þriðjudaginn 2. maí. Fyrirlesturinn er einlægur, fallegur, skemmtilegur og fræðandi og hefur hann fengið mjög góðar viðtökur.  

Við í Grundaskóla eru stolt að geta boðið ykkur upp á notalega og fræðandi kvöldstund í skólanum OKKAR.  

Fyrirlesturinn heitir Mamma, pabbi og Muni - þroskasaga  

Vanda Sigurgeirsdóttir og Jakob Frímann ásamt syni þeirra Muna fjalla um ýmis mál sem tengjast uppeldi og þroska. Muni verður 25 ára á árinu. Fjallað verður um kvíða og þunglyndi, feimni, félagskvíða, uppeldisaðferðir, samskipti foreldra og barna, systkinakærleik, mistök, baráttur og sigra – og bestu kærustu í heimi.

Fyrirlesturinn er ætlaður foreldrum, ungu fólki, ömmum og öfum og öðrum áhugasömum í skólasamfélaginu okkar. Einnig er margt sem nýtist fagfólki sem vinnur með börnum og ungu fólki.  

Hér munu þau Vanda, Jakob og Muni ræða opinskátt um samband sitt og gefa hagnýt ráð, byggð á reynslu og fræðum. Að loknum fyrirlestri ættu þátttakendur að hafa öðlast ýmis verkfæri til að nýta í lífi og starfi. Sannleikurinn er nefnilega sá að við eigum öll svo margt sameiginlegt á öllum heimilum.  

Endilega takið daginn frá.

Grundaskóli er  OKKAR