5. bekkur í feluleik í myrkrinu

Þegar gluggi nr. 7 á jóladagatali miðstigsins var opnaður kom í ljós að nemendur ættu að fara í feluleik í myrkrinu. Þau máttu koma með vasaljós ef þau vildu/gætu og voru margir með slíkt með sér og sumir fengu lánuð ljós hjá starfsmönnum. En það sem sumir nemendur áttuðu sig ekki á var að þegar maður er að fela sig þá verður maður að slökkva á vasaljósinu, þannig að auðvelt var að finna flesta. En þau pössuðu sig á að gera þessi mistök bara einu sinni.

Flestir skemmtu sér vel og vildu helst ekki hætta. Notalega og skemmtileg stund með frábærum krökkum