Þróunarverkefni

Spegillinn

Haustið 2010 hófst námsmatsverkefni starfsmanna Grundaskóla, verkefnið mun standa yfir þetta skólaár.  Megin tilgangur verkefnisins er að þróa og skipuleggja einstaklingsmiðað og fjölbreytt námsmat, sem er sanngjarnt, hvetjandi og í stöðugri endurskoðun.

 

Markmið

  • Að bæta námsmat og gera það skilvirkara, markvissara og gegnsærra.
  • Að ábyrgð nemenda á eigin námi aukist
  • Að upplýsingar um námsmat verði aðgengilegar
  • Að kennarar prufi nýjar námsmatsaðferðir og/eða haldi skráningu á þeim námsmatsaðferðum sem þeir nota.

Lýsing og framkvæmd

Starfsfólk myndar teymi þar sem tekið er fyrir ákveðið verkefni sem snýr að námsmati.  Eftirfarandi verkefni verða í vinnslu þetta skólaár:

1.og 2.bekkur

Búa til myndræna námsmatskvarða um  framkomu og umgengni.

 

3.bekkur

Að útbúa námsmatskvarða um uppbyggingu sögugerðar ( sögu), annars vegar fyrir nemendur og hins vegar fyrir kennara.

 

4.bekkur

Hugmyndin er að þróa matsleiðir sem nýtast í vinnu með söguramma óháð viðfangsefni rammans. Við miðum við yngsta stig (3.-4. bekk) og leggjum áherslu á þætti sem eru sammerktir flestum sögurömmum.

 

5.bekkur

Að nota það námsmatsefni sem fylgir stærðfræðinni í Geisla 1A og 1B. Við viljum athuga hvernig þetta námsmat reynist og gera tilraunir með það. Ástæða þess að við veljum þessa leið er að óþarfi er að búa til námsmat sem þegar er til og er aðgengilegt.

 

6.bekkur

Hugmyndin er að þróa námsmat sem hægt er að notast við í sögurammavinnunni. Við munum skoða fyrra námsmat og þróum ný út frá því.

 

7.bekkur

Óskaveröldin er bók sem unnin er frá grunni af nemendum. Bókin er samþætting flestra námgreina í 7.bekk. Bókin er unnin út frá uppeldisstefnu skólans „Uppeldi til ábyrgðar“.

Markmiðið með bókinni er að safna saman „góðum“ verkefnum í ákveðinn tíma og er það undir nemendum komið hversu langt þeir vilja þróa sín verkefni.

 

8.-10.bekkur

Munnlegt námsmat í náttúrufræði og samfélagsfræði í 8.-10.bekk.

Í ferlinu felst æfing í að skrá glósur/punkta sem eiga að hjálpa nemendum við munnlegan flutning. Einnig æfa nemendur sig í að finna aðalatriði í texta og búa til spurningar út frá honum. Nemendur eru að glíma við samvirkt nám, para- og hópvinnu.

 

Íþróttir

Gera matlista og nýtt vitnisburðarblað. Stefna á skilvirkari vitnisburð og betri upplýsingar til nemenda og foreldra. Nota matlista þar sem við metum börnin á nokkra vikna fresti, sem á að auðvelda okkur að vinna vitnisburðinn

 

List og verkgreinar

Við erum að prófa nýjar leiðir í námsmati og skoða vitnisburðarform. Við erum að tala um sjálfsmat og frammistöðumat auk umsagna framyfir einkunnir. Okkar meginmarkmið í þessu verkefni er að gera námsmatið skilvirkara fyrir nemendur og foreldra.  Finna leiðir til að nemendur fái sitt námsmat í list- og verkgreinum strax og verkefninu er lokið.

 

Listabraut

Kennarar ætla að leita leiða til að gera nemendur meðvitaðri um nám sitt og jafnframt taka meiri ábyrgð á því sem þeir taka sér fyrir hendur.  Að nemendur fái að ákveða hluta af þeim matsþáttum sem lagðir verða til grundvallar hverju sinni og fái endurgjöf í formi leiðsagnarmats.

 

Sérkennsla

Hver og einn sérkennari  útfærir tæki eða gögn til að meta getu nemandans í þeim greinum /viðgfangsefnum sem viðkomandi kennari er að vinna með. Leita leiða til að námsmatið verði hvetjandi  fyrir nemendur. Nemandinn viti hvað á að meta.

 

Verkefnið er hugsað til eins árs og mun því ljúka með opinni kynningu þar sem kennarar kynna niðurstöður sínar. Stýrihópur kennara hefur yfirumsjón með verkefninu og  Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands er ráðgjafi þess. Þar sem þetta er þróunarverkefni má eiga von á því að vitnisburður og námsmat taki á sig fjölbreytilegar myndir á skólaárinu og verði ekki alltaf eins.

 

Skýrslan

Útbúin var skýrsla um árangurinn af verkefninu og má finna skýrsluna hér.