Móðurskóli í umferðarfræðslu

Grundaskóli er móðurskóli í umferðarfræðslu.

Grundaskóli á Akranesi er móðurskóli í umferðarfræðslu á Íslandi. Fyrsti samnigur þess efnis var undirritaður 28.september 2005. Umferðarfræðsla í grunnskólum er hluti af umferðaröryggisáætlun stjórnvalda. Grundaskóli sér um umferðarvefinn www.umferd.is

Markmið Grundaskóla sem móðurskóla í umferðarfræðslu er:

  • Koma umferðarfræðslu inn í skólanámskrár allra grunnskóla á Íslandi.
  • Halda námskeið í umferðarfræðslu fyrir grunnskólakennara í grunnskólum á Íslandi þeim að kostnaðarlausu.
  • Vera öðrum grunnskólum á Íslandi til fyrirmyndar og til ráðgjafar á sviði umferðarfræðslu.
  • Efla námsefnisgerð í umferðarfærðslu og stuðla að þróun náms –og fræðsluvefs um umferðarmál. www.umferd.is

Umferðardeild Grundaskóla er til þjónustu reiðubúin til að aðstoða aðra grunnskóla við umferðarfræðslu. Best er að hafa samband við Sigurð Arnar Sigurðsson skólastjóra, sigurdur.arnar.sigurdsson@grundaskoli.is eða Flosa Einarsson flosi.einarsson@grundaskoli.is eða í síma 433-1400.

Grundaskóli heldur úti vefnum www.umferd.is þar er að finna efni fyrir umferðarfræðslu fyrir öll skólastig.

Hefur þú skoðað www.umferd.is? Kíktu í heimsókn.