Leiðarljós Grundaskóla

Grundaskóli býður upp á metnaðarfullt skólastarf sem byggir á góðu starfsumhverfi, góðri samvinnu starfsfólks, nemenda, foreldra og annarra samstarfsaðila skólans.

Lögð er áhersla á að nemendum líði vel í skólanum og að þeir fái kennslu við hæfi.

Boðið er upp á fjölbreyttar kennsluaðferðir og lögð er áhersla á verklegar greinar ekki síður en bóklegar.

Gerðar eru kröfur til nemenda og starfsfólks um góða ástundun, dugnað, reglusemi, góða umgengni og kurteisi sem byggir á gagnkvæmri virðingu.

Boðið skal upp á góða sérfræðiaðstoð og ráðgjöf fyrir þá sem á þurfa að halda.

Nemendur njóta trausts innan skólans og fá tækifæri til öflugs félagstarfs og hafa þannig jákvæð áhrif á skólastarfið.  Þeir fá einnig að velja viðfangsefni við hæfi eftir því sem við verður komið og þroski þeirra leyfir.