Skólasálfræðingur

Skólasálfræðingur í Grundaskóla er Tinna Rut Torfadóttir og Sigurveig Sigurðardóttir.

Skólinn fær ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu frá Sérfræðiþjónustu Fjölskyldustofu Akraneskaupstaðar.

 Skólasálfræðingur hefur aðstöðu í skólanum og er þar alla virka daga á meðan skólinn starfar.

Tilvísunum til skólasálfræðings skal skila, á sérstökum eyðublöðum, til skólastjóra sem tekur við þeim fyrir hönd nemendaverndarráðs. Eyðublöð fást hjá skólaritara.

Samkvæmt reglugerð nr. 584/2010 er markmið með sérfræðiþjónustu sveitarfélaga að kennslufræðileg, sálfræðileg, þroskafræðileg og félagsfræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi.

 Sérfræðiþjónusta tekur annars vegar til stuðnings við nemendur í leik- og grunnskólum og foreldra þeirra og hins vegar stuðning við starfsemi skóla og starfsfólk þeirra.

 Sérfræðiþjónusta skal beinast að því að efla skóla sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi og veita starfsfólki skóla leiðbeiningar og aðstoð við störf sín eftir því sem við á.

Við framkvæmd sérfræðiþjónustu er lögð áhersla á:

  1. forvarnarstarf til að stuðla markvisst að velferð nemenda,
  2. snemmtækt mat á stöðu nemenda og ráðgjöf vegna námsvanda, félagslegs og sálræns vanda með áherslu á að nemendur fái kennslu og stuðning við hæfi í skólum án aðgreiningar,
  3. að sérfræðiþjónusta mótist af heildarsýn á aðstæðum og hagsmuni nemenda,
  4. að styðja á fjölbreyttan hátt við starfsemi og starfshætti í leik- og grunnskólum og starfsfólk þeirra,
  5. stuðning við foreldra með ráðgjöf og fræðslu,
  6. viðeigandi túlkaþjónustu til að tryggja að upplýsingar/ráðgjöf nýtist foreldrum og nemendum,
  7. góð tengsl leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla með samfellu og heildarsýn í skólastarfi að leiðarljósi.