Skólahjúkrunarfræðingur

Skólahjúkrunarfræðingur Grundaskóla er Lilja Jónsdóttir.

Hún er í skólanum annan hvern mánudag frá kl. 8:00 – 14:00, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá 8:00 – 14:00. Nánari upplýsingar fást hjá skólaritara.


 

Störf skólaheilsugæslunnar

Heilsugæsla skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd.  Leitast er við að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra.  Markmið skólaheilsugæslu er að stuðla að því að skólabörn fái að þroskast við þau bestu líkamlegu, andlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á.  Unnið er að þessu markmiði í náinni samvinnu við starfsfólk skólanna og foreldra/forráðamenn.

  • Verkefni skólaheilsugæslunnar eru fjölþætt og umfangsmikil en þau helstu eru:
  • Skipulag og framkvæmd heilsufarsathugana og ónæmisaðgerða; hæðar – og þyngdarmælingar, sjón- og heyrnarpróf og bólusetning.
  • Almenn heilbrigðisfræðsla og ráðgjöf um heilsuvernd; skólaheilsugæsla sinnir skipulagðri forvarnar- og heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigðra lífshátta.  Einnig geta foreldrar leitað eftir ráðgjöf varðandi vellíðan, andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði.
  • Stuðningur við börn með sértæk vandamál, s.s. langvinna sjúkdóma, fatlanir, andlega eða félagslega erfiðleika.

 

Hjúkrunarfræðingur sinnir enn fremur:

  • Smáslysaþjónustu á viðverutíma hjúkrunarfræðings.
  • Umsjón með lyfjagjöfum nemenda á skólatíma.
  • Eftirlit með aðbúnaði nemenda.

 

Við skólann starfar nemendaverndarráð sem hjúkrunarfræðingur situr í ásamt skólastjóra, sálfræðingi og sérkennurum.  Hlutverk þess er að samræma störf þeirra sem sjá um málefni einstakra nemenda varðandi námsráðgjöf, sérfræðiþjónustu og heilsugæslu

Hjúkrunarfræðingur tekur þátt í störfum áfallateymis sem starfandi er við skólann.  Meginhlutverk áfallateymis er að ganga frá vinnuáætlun svo bregðast megi fumlaust og ákveðið við þegar áföll verða.

Hjúkrunarfræðingur er með fasta viðveru í skólanum. Iðjuþjálfi starfar við skólaheilsugæsluna og vinnur hann í samvinnu við sérkennara skólans í að meta og meðhöndla börn með skertan skyn- og hreyfiþroska.


Nokkrir gagnlegir tenglar:

Bæklingur HVE  Heilsuvernd grunnskólabarna

6H heilsunnar www.6h.is

Bæklingur SHA Heilsuvernd grunnskólabarna