Sérkennsla

Ásta Egilsdóttir sér um sérkennslu hjá 1. og 2. bekk.
Valgerður Jóna Oddsdóttir sér um sérkennslu hjá 3. og 4. bekk.
Sigurveig Kristjánsdóttir og Ingibjörg Eggertsdóttir sjá um sérkennslu á miðstigi.
Margrét Þorvaldsdóttir sér um sérkennslu í unglingadeild.  

(Sjá einnig kafla um sérkennslu, með námsgreinum.)

[Sérkennsla skal unnin skv. reglugerð um sérkennslu nr. 389/1996 og reglugerð um íslenskukennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku nr. 391/1996.]

Ár hvert eru skipaðir sérstakir fagstjórar sem hafa umsjón með sérkennslu í skólanum, meta þörf fyrir aðstoð, leiðbeina kennurum sem kenna viðkomandi nemendum o.fl.  Fagstjórar starfa í nemendaverndarráði.

Ábyrgð umsjónarkennara

Umsjónarkennari ber faglega ábyrgð á öllum sínum umsjónarnemendum og annast samskipti við heimili nemanda varðandi nám og aðra ástundun, hegðun og annað sem kann að koma upp og stýrir vinnu við lausn mála, nema annað sé ákveðið.

Meðferð vandamála nemenda

s.s. námsörðugleika, eineltismál, hegðunarvanda o.fl.

– ferli í skóla –

(Mál geta komið upp að frumkvæði kennara eða annarra starfsmanna skólans, nemanda eða foreldris eða samkvæmt ábendingu utanaðkomandi aðila)

A.  Umsjónarkennari skilgreinir vanda og tekur málið upp

            –           með nemandanum.

            –           með foreldrum.

            –           með foreldrum og nemanda.

Ef vandi kemur upp í samskiptum við aðra en umsjónarkennara, leysir viðkomandi kennari eða starfsmaður úr þeim vanda en tilkynnir umsjónarkennara um málið og málsmeðferð.

Umsjónarkennari (viðkomandi kennari), einn eða í samráði við aðra, getur sótt sér ráð eða aðstoð til skólastjóra, nemendaverndarráðs og Skólaskrifstofur Akraness.

Reikna verður með að lang flest tilfelli leysist á þessu stigi (a.m.k. 90%).

B.  Málið er formlega sent skólastjórum.  Málið er tekið upp

            –           með nemandanum.

            –           með foreldrum.

            –           með foreldrum og nemanda.

            –           með nemanda – kennara, nemanda – foreldrum

                        nemanda – kennara –

                        foreldrum, kennara – foreldrum.

Nemendaverndarráð er látið vita og það eða einhverjir aðilar þess fengnir til samvinnu um málið ef þurfa þykir.

C.  Málið er formlega sent nemendaverndarráði

            –           málið kynnt og rætt með umsjónarkennara.

            –           verkaskipting í málinu ákveðin milli aðila.

            –           leitað leiða, ef ráðstafanir innan skóla duga ekki.

D.  Skólafulltrúi, skólanefnd

      Fundur með foreldrum, skólastjóra og fulltrúa nemendaverndarráðs

      um ráðstafanir utan skóla.

            –           Málið tilkynnt eða sent skólafulltrúa fyrir hönd

                        skólanefndar formlega.

            –           Málið tilkynnt eða sent menntamálaráðuneyti.

Ferli:  Mál skal afgreitt formlega á milli stiga A – B – C – D.  Formlega þýðir hér að fulltrúar viðkomandi stigs taka við ábyrgð og frumkvæði í málinu.  Umsjónarkennari fylgir máli þó gegnum öll stig eða svo langt sem þau ná.

Til er sérstakt eyðublað fyrir beiðni um tilvísun á máli til skólastjóra eða nemendaverndarráðs.