Nemendaverndarráð

[Sjá reglugerð um nemendaverndarráð í grunnskólum, nr. 388/1996,

sem byggir á 39. gr. laga um grunnskóla nr. 66/1995]

 

Hlutverk nemendaverndarráðs skv. reglugerð nr. 388/1996 er að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur varðandi heilsugæslu, námsráðgjöf og sérfræðiþjónustu, vera skólastjóra til aðstoðar við gerð og framkvæmd áætlana um sérstaka aðstoð við nemendur.

 

Nemendaverndarráð Grundaskóla er skipað að skólastjóra sem jafnframt er formaður, fagstjórum í sérkennslu, skólahjúkrunarfræðingi, námsráðgjafa og skólasálfræðingi.

Ráðið heldur fundi u.þ.b. hálfsmánaðarlega.  Fundir skulu færðir til bókar en fara skal með persónulegar upplýsingar skv. reglum um meðferð trúnaðargagna.

 

Nemendaverndarráð sér um skipulagningu á sérkennslu skólans, skiptingu tíma á milli bekkjardeilda og nemenda og hefur frumkvæði að umfjöllun um sérþarfir nemenda í skólanum.

 

Þurfi nemandi að mati umsjónarkennara, á sérstakri aðstoð að halda vegna fötlunar, sjúkdóms eða námslegra, félagslegra eða tilfinningalegra erfiðleika, skal umsjónarkennari vísa málinu skriflega til aðstoðarskólastjóra sem getur lagt málið fyrir nemendaverndarráð.  [Sbr. 4.gr. reglug.]

 

Nemendaverndarráð fjallar um sérstök úrræði varðandi einstaka nemendur sem lögð hafa verið fyrir ráðið.  Ráðið metur hvaða viðbótarupplýsinga er þörf og boðar á sinn fund umsjónarkennara og forráðamenn svo og aðra aðila sem tengjast máli nemandans ef þörf krefur.  Ákveðnum aðila innan ráðsins er síðan falið að fylgja málinu eftir.  [Sbr. 5. gr. reglug.]