Náms- og starfsráðgjöf

Sigríður Ragnarsdóttir og Berta Ellertsdóttir eru náms- og starfsráðgjafar skólans. Náms- og starfsráðgjafi er trúnaðarmaður og málsvari nemenda skólans. Náms- og starfsráðgjafar vinnur að ýmsum velferðarmálum er tengjast námi, líðan og framtíðaráformum nemenda.

Allir nemendur skólans geta leitað til náms- og starfsráðgjafa.
Verkefni námsráðgjafa eru m.a:
• Persónuleg ráðgjöf, bæði einstaklinga og hópa
• Ráðgjöf um náms- og starfsval og fræðslu um nám, störf og atvinnulíf.
• Leiðbeiningar um skipulögð vinnubrögð í námi.
• Aðstoð við nemendur við að gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum og meta hæfileika sína miðað við nám og störf.
• Fyrirbyggjandi starf t.d. í vörnum gegn vímuefnum, einelti og ofbeldi.
• Leiðbeiningar vegna prófaundirbúnings.
• Viðtöl við nýja nemendur.

Sigríður Ragnarsdóttir á yngsta og unglingastigi
sigridur.ragnarsdottir@grundaskoli.is

Berta Ellertsdóttir á miðstigi (í leyfi skólaárið 2016-2017)
berta.ellertsdottir@grundaskoli.is