Mötuneyti

Hádegismatur í Grundaskóla

Matseðill fyrir nóv-des 2017

Starfsmenn:

Díana Carmen Llorens Izaguirre og Gréta Björg Björnsdóttir

Fleiri starfsmenn vinna einnig við skömmtun og uppvask.


Hádegismatur

Boðið er upp á hádegismat fyrir þá nemendur skólans sem þess óska.  Vatn er borið fram með matnum. Matur er pantaður fyrirfram, u.þ.b. tvo mánuði í senn, á gagnvirku netkerfi sem heitir Matartorg.  Þeir sem ekki hafa tölvu geta fengið aðstoð hjá skólaritara við að panta.  Pöntun er bindandi fyrir viðkomandi tímabil.

Foreldrar er hvattir til að skoða vel stundatöflur nemenda, þar sem sumir nemendur hafa stutt hádegishlé m.a. vegna íþrótta- eða sundtíma eða þeir fara í heimilisfræði í matartímum og fá þá hádegismat þar.

Matur verður snæddur í félagsrými nú mötuneyti skólans.

Þeir nemendur sem ekki eru í hádegismat og fara ekki heim í mat borða sitt nesti á sínum heimasvæðum í umsjá kennara eða skólaliða.


Kostnaður og innheimta

Verð máltíðar er kr. 350.-, en verð er endurskoðað tvisvar á ári.

Innheimtuseðlar eru sendir strax þegar pöntun liggur fyrir og greiða foreldrar matinn með gíróseðli nema um annað sé samið við Bæjarskrifstofuna (greiðslukort, beingreiðsla, sjá fylgiblað).  Ef ekki er greitt fyrir eindaga stöðvast afgreiðsla á mat til viðkomandi barna nema um annað sé samið sérstaklega.

Ekki eru endurgreiddar máltíðir vegna fjarvista, s.s. veikinda, nema um heila viku eða lengri tíma sé að ræða.