Grundasel – Frístund

Samvinna – Traust – Virðing


Frístund er í boði fyrir nemendur í 1.-4. bekk. Foreldrum gefst því kostur á að lengja viðveru barna sinna í skólanum eftir þörfum hvers og eins en í samræmi við gildandi reglur fyrir frístund á Akranesi.

Síminn hjá okkur er 433 1425. Einnig er hægt að senda töluvpóst til okkar á netfangið heimir.berg.vilhjalmsson@grundaskoli.is

Það er leikur að læra

laeikuradlaera1  leikuradlaera

Markmið okkar er að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. Lögð er áhersla á að þroska félagslega færni í samskiptum í gegnum leik og starf sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Einnig er haft að leiðarljósi

  • að virða og virkja sjálfsprottinn leik barnanna
  • barnalýðræði, efla hæfni barna til sjálfstæðra skoðana og til að hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður
  • að hvetja börnin til góðrar umgengni
  • að hjálpa börnunum til að öðlast skilning á þörfum og tilfinningum
  • leggjum áherslu á góða samvinnu milli starfsfólks frístundar og foreldra

Daglegt starf

Þegar krakkarnir koma inn í frístund byrja þau á klemmuvali þar sem í boði eru ýmsir leikir svo sem bílar, dúkkur, playmó, perla, föndra, hlutverkaleiki, leira, tölvur, video og útileikir. Einu sinni í viku fara krakkarnir í klúbbastarf, þar er boðið upp á smíðaklúbb, listaklúbb og saumaklúbb. Einnig fara krakkarnir úr 2.-4. bekk tvisvar í viku í leshóp sem er í umsjón kennara.

Hressing

Boðið er upp á hressingu klukkan 15:00 niðri í borðsal. Þar er börnunum boðið upp á mjólk, vatn, brauð, hrökkbrauð, álegg, grænmeti, ávexti og einu sinni í viku fá þau kex.

Opnunartími

Frístund er opin alla daga sem skólinn starfar, einnig á skipulagsdögum kennara. Lokað er í vetrarfríum og lögbundnum skólafríum (t.d. öskudag). Opið er frá mánudegi til föstudags frá klukkan 13:00-16:15. Ef fimm eða fleiri foreldrar óska eftir lengri opnunartíma þá getur hann lengst verið til klukkan 17:00.

Á haustin byrjar frístund sama dag og skólinn hefst og lokar á vorin á síðasta skóladegi fyrir sumarfrí.

Greiðslufyrirkomulag

Lágmarks tímafjöldi sem þarf að greiða fyrir er 28 klst. á mánuði. Vegna jóla- og páskafría er lágmark tímafjöldi í þeim mánuðum ca 24 tímar. Gjöldin eru greidd eftirá með gíróseðli. Eindagi er 25. dag næsta mánaðar eða næsta virkan dag ef 25. Er á helgi.


Ef um 3ja mánaða skuld eða eldri vegna vistunargjalda er að ræða skoðast það sem uppsögn á vistun.