Foreldrasamningur

Markmið foreldrasamninga er að fá foreldra til að sameinast innan bekkjardeildar um ákveðnar reglur og viðmið,  taka afstöðu gegn neikvæðri hegðun barna og unglinga og efla samstöðu þeirra innbyrðis.

Með undirskrift samningsins staðfesta foreldrar vilja sinn til að framfylgja þessum reglum eftir mætti.

 

Foreldrasamningurinn er mikilvægt forvarnarverkefni sem hingað til hefur  aðallega tekið til foreldra barna í 6.-8. bekk grunnskóla og miðar helst að því að virða lögbundinn útivistartíma unglinga og hamla gegn unglingadrykkju og vímuefnaneyslu.

Nýlega hafa einnig verið útbúnir samningar fyrir foreldra yngri bekkja og er aðalmarkmið þess samnings forvarnir gegn einelti og uppbygging sjálfstrausts og virðingar.

 

Grundvöllur þessarra foreldrasamninga eru samningar samtakanna Heimilis og skóla, en þessir samningar hafa allt frá því um 1992 verið gerðir í unglingadeildum Grundaskóla. Í dag eru það foreldar 6. bekkjar barna sem boðaðir eru á fund snemma á haustin til samningsgerðar.

Samningar við foreldra yngri nemenda eru ekki hafnir í Grundaskóla, en það stendur til, jafnvel á næsta skólaári.

 

Sýnishorn af foreldrasamningi við yngri börn á pdf-skjali hér

Sýnishorn af foreldrasamningi við eldri börn á pdf-skjali hér

 

(texti þessa pistils er að hluta fenginn úr Leiðbeiningum fyrir bekkjarfulltrúa um framkvæmd foreldrasamninga frá Heimili og skóla)