Bókasafn

Bókasafn Grundaskóla

Bókasafnið er upplýsingamiðstöð skólans. Það er staðsett miðsvæðis þannig að allar leiðir liggja á bókasafnið. Á safninu er lestrar- og vinnuaðstaða fyrir nemendur skólans auk þess sem þeir hafa aðgang að tölvum til verkefnavinnu og upplýsingaleitar. Nemendur og starfsmenn hafa þar aðgang að ýmsum kennslutækjum s.s. spjaldtölvum, myndavélum o.fl.

Bókasafnskennari er Ingibjörg Ösp Júlíusdóttir bókasafns- og upplýsingafræðingur

Opnunartími

Mánudaga – fimmtudaga frá kl. 8.00 – 14.30

Föstudaga  frá kl. 8.00 – 12.00

Lokað er í hádeginu á milli kl. 12.00 og 12.30

Safnkostur

Á safninu eru skáld- og fræðirit skólans, um 16.000 eintök. Jafnframt eru tímarit, hljóðbækur, DVD diskar og myndbönd, geisladiskar og tölvuforrit. Þá eru skráðar á safninu fartölvur, myndavélar, spil og leikir og fleira.

Starfsemi

Á safninu fara fram útlán og skil á bókum og öðrum gögnum safnsins. Allir nemendur skólans fá bókasafnskort og út á það fá þeir lánaðar bækur og önnur gögn. Almennur útlánstími bóka er 3 vikur og má hver nemandi fá lánaðar tvær bækur í senn. Á safninu fer fram safnakennsla fyrir nemendur skólans og bókavörður aðstoðar nemendur við upplýsingaleit og val á bókum. 10 tölvur fyrir nemendur eru á safninu og eru þær ætlaðar til stuðnings við námið. Þá er ein gegnistölva þar sem nemendur geta öðlast færni og æfingu í leit á www.gegnir.is

Markmið

·        Stefnt er að því að safnið sé virkt í fræðslustarfi skólans.

·        Þjálfi hlustun og eftirtekt nemenda með sögulestri.

·        Efli áhuga nemenda á skáldritum.

·        Veki hug nemenda á að efla þekkingu sína með lestri fræðibóka.

·        Að kynna flokkunarkerfi safnsins, Dewey, fyrir nemendum  og auka skilning þeirra á

uppröðun bókakostsins.

·        Að kenna nemendum markvist að nýta sér gegnir.is, landskerfi bókasafna, við

heimildaleit.

·        Með skipulagðri safnakennslu þjálfist nemendur í notkun á gögnum safnsins við heimilda

og upplýsingaöflun.

 

Reglur

·        Göngum hljóðlega um. Á bókasafninu á að vera vinnufriður fyrir þá nemendur sem þar

vinna verkefni sín.

·        Förum vel með bækurnar. Bækur eru ekki einnota heldur fara þær í gegnum margar

hendur. Sýnum bókunum virðingu og öðrum lesendum þá tillitsemi að krota ekki inn í

bækur.

·        Göngum vel um bókasafnið. Það er okkur öllum til góða að hafa snyrtilegt bókasafn þar

sem hægt er að ganga að gögnunum vísum.

·        Tölvurnar eru eingöngu til verkefnavinnu og upplýsingaleitar. Góð umgengni í kringum

tölvurnar er skilyrði þess að fá að nota þær.

·        Matur og drykkur er ekki leyfður á safninu.