Efnisflokkur: Byrjendalæsi

Hvað er byrjendalæsi?

Mikil umræða hefur farið fram í fjölmiðlum um kosti og galla mismunandi lestraraðferða og er sú saga ekki öll sögð enn. Grundaskóli hefur beitt aðferðarfræði sem er kennd við byrjendalæsi en það er safn kennsluaðferða sem hefur að okkar mati reynst vel. Til að kynna þeim sem ekki þekkja til þessarar nálgunar í lestrarkennslu barna getur verið gagnlegt að horfa á meðfylgjandi myndband.

Um Byrjendalæsi og námsárangur

 

Mennta- og menningamálaráðherra lýsir því yfir í viðtali í Fréttablaðinu í dag fimmtudaginn 20. ágúst að árangri í lestri og stærðfræði hafi hrakað í skólum sem kenna eftir aðferðafræði Byrjendalæsis og að þessi kennsluaðferð hafi gefist illa.

Skólastjórnendur í Grundaskóla vilja upplýsa að þessi málflutningur á ekki við um nemendur í okkar skóla. Fimm árgangar ( 2001-2005) hafa farið í gegnum samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði í 4. bekk og af þessum fimm árgöngum hafa tveir tekið að auki samræmd könnunarpróf í 7. bekk.

Til að gera langa sögu mjög stutta hafa allir