Efnisflokkur: Árgangur 2006

Haustfundur 1. – 4. bekkur á sal skólans 17. september kl. 17

Fimmtudaginn 17. september kl.17:00  ætlar yngsta stig að vera með sameiginlegan haustfund á sal skólans.

Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur ætlar að vera með fræðsluerindi um Líkamsvirðingu fyrir börn sem fjallar m.a. um líkamsmynd barna og unglinga, samfélagsleg áhrif og hvað við getum gert til að stuðla að jákvæðu sambandi barna við líkama sinn og virðingu fyrir öðrum. Fyrirlesturinn er um klukkutími langur og eftir hann ætla umsjónarkennarar hvers árgangs að kynna helstu áhersluatriði vetrarins auk þess sem svigrúm er til umræðna.