Efnisflokkur: Árgangur 2004

Sjálfbærniþema á miðstigi

Í dag, fimmtudag var dagur tvö í sjálfbærni þemanu okkar í 5.-7. bekk. Mér fannst mest spennandi að skoða snjókarlana sem voru mjög flottir og búnir til úr sokkum og líka hálsmen sem voru mjög falleg. Það var líka koddi sem var búinn til úr peysu. Svo voru tveir strákar sem voru að búa til hnött úr blöðru með blöðum og lími, svo ætla þeir að mála hann og prófa að sprengja blöðruna inní og sjá hvað kemur í ljós. Svo voru stelpur að sauma og vefa. Svo sá ég stráka sem voru að taka í sundur útvarp og síma til að sjá hvað var inni í og ætla að gera rafmagnsbíl úr því.  Það var mjög gaman og mjög mikil skemmtun hjá öllum krökkunum.

Ég fékk nýjan samstarfsmann í dag sem heitir Emmanuel og er í 6. bekk. Hann var mjög skemmtilegur og góður hjálpari. Hann er líka frá öðru landi eins og ég, hann er frá Ítalíu.

Sjálfbærniþema hjá 5. – 7. bekk

Í dag hófst sjálfbærni þema hjá okkur í 5. – 7. bekk í Grundaskóla. Við erum búin að vera að safna endurnýtanlegum hlutum og efnum og vinnum nýja hluti úr þeim, m.a. armbönd, púða, fuglahús, hleðslustöð fyrir síma, snjókarla og blómapott úr dósum og klemmum. Í síðustu viku bjuggum við til vefstóla og erum við að vefa mottur úr gömlum lökum, bolum og rúmfötum.

Það var gaman, allir voru að leika sér og búa til hluti og hlusta á lög og allir voru vinir.

Haustfundur hjá 5. – 7. bekk á sal skólans 16. september kl. 19:30

Miðvikudaginn 16. september kl.19.30 verður sameiginlegur haustfundur hjá 5.-7. bekk á sal skólans.

Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands verður með fræðsluerindi um einelti og vináttu. Vanda mun miðla af reynslu sinni og þekkingu sem kennari, eineltissérfræðingur, fótboltaþjálfari og móðir, með áherslu á að gefa foreldrum góð ráð um samskipti og vináttu barna. Fyrirlesturinn er klukkutíma langur.

Einnig verður kynnt vinaliðaverkefni sem miðstigið mun taka þátt í á þessu skólaári. Eftir fyrirlesturinn er fundur með umsjónarkennurum hvers árgangs þar sem kynnt eru helstu áhersluatriði vetrarins ásamt umræðum.