Fjölbreyttar kennsluaðferðir

Nemendur njóta trausts í skólanum

Nemendum á að líða vel í skólanum

Samvinna - Traust - Virðing

 

Haustfundur hjá 1. – 7. bekk í Grundaskóla

Í gær var margt um manninn í Grundaskóla en þá fjölmenntu foreldrar á haustfund skólans fyrir yngsta og miðstig. Fullt var út úr húsi og góður andi í fólki.

Öruggasta leiðin í skólann

Á föstudaginn, var 1. bekkur í samstarfi við 9. bekk um öruggustu leiðina í skólann. Hvert barn í 1. bekk fékk fylgd með unglingi að heimili sínu og saman fundu þau öruggustu leiðina í skólann. 

Haustfundur hjá 1. – 7. bekk

Haustfundir fyrir 1.-7. bekk verða mánudaginn 11. september kl.18:00.

Byrjað verður á fyrirlestri í sal skólans þar sem Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir frá Hugarfrelsi munu koma og segja frá verkefni sem byggir á aðferðum þeirra og er fyrirhugað fyrir yngsta- og miðstig skólaárið 2017-2018.