Skólasókn

 Verklagsreglur varðandi skólasókn

 Grunnskólanemendur eru skólaskyldir samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008.

Á foreldrum hvílir sú skylda að börn sæki skóla. Foreldrar verða að tilkynna um veikindi barna sinna til skólans og sækja um leyfi fyrir þau gerist þess þörf. Fari skólasókn nemenda niður fyrir 80% á hverjum tíma skal umsjónarkennari gera foreldrum og nemendaverndarráði viðvart. Nemendaverndarráð skal fjalla um slík mál og ákvarða um frekari aðgerðir í samráði við skólastjórn.

 

Eftirfarandi reglur eru samdar fyrir starfsmenn til leiðbeiningar varðandi skólasókn nemenda.

  • Ef nemandi mætir eftir að kennari hefur byrjað mætingarskráningu telst viðkomandi hafa komið of seint í tíma.
  •  Ef nemandi mætir 20 mín. of seint telst hann hafa verið fjarverandi í viðkomandi tíma.
  •  Kennarar hafa samband við skólaliða eða ritara varðandi þá sem eru ekki mættir og kanna hvort tilkynnt hafa verið um forföll. Ef ekkert hefur verið tilkynnt er hringt heim og spurst fyrir um nemandann
  •  Skólaliðar skrá niður heimhringingar vegna fjarveru og eftir 10 skipti er viðkomandi tilkynnt að hringingum verði hætt. Ákvörðun um þetta er tekin í hvert skipti í samráði við viðkomandi umsjónarkennara og deildarstjóra stigs.
  •  Kennarar skulu skrá skólasókn í Mentor vikulega.

Þegar nemandi hefur fengið:

  • 10 fjarvistarstig þá á umsjónarkennari að hafa sambandi við foreldra/forráðamenn og ræða vandamálið.
  • 30 fjarvistarstig þá á umsjónarkennari að skrifa formlegt bréf til foreldra/forráðamanna og vekja athygli á vandamálinu og hvetja til úrbóta.
  • 45 fjarvistarstig þá á umsjónarkennari að boða foreldra í viðtal í skólanum með sér og verkefnastjóra deildar.
  • Dugi þessi úrræði ekki mun skólastjórn taka við málinu til frekari meðferðar.