current_id:5473

Nemendaráð

Í unglingadeild Grundaskóla starfar nemendaráð sem sér um að stýra félagslífinu auk þess að taka þátt í margs konar skipulagningu á skólastarfinu. Árlega taka allir nemendur í unglingadeild þátt í að kjósa formann og varaformann nemendaráðs. Kosning sú fer fram að vori að undangegnum framboðum þeirra nemenda sem vilja stýra nemendafélaginu. Úr hverjum bekk á unglingastigi eru síðan kosnir 2 fulltrúar.

Helstu verkefni nemendafélagsins

Nemendafélagið sér um að skipuleggja helstu atburði félagslífsins í Grundaskóla auk þess að vera í samstarfi við Brekkubæjarskóla og félagsmiðstöðina Þorpið. Meðal helstu atburða má nefna busaball, jólaball, árshátíð og lokaball auk Húllum-hæ íþróttadags og nokkurra smærri atburða innan skólans. Enn fremur hafa nemendafélagsfulltrúar komið að vinnu við tónleika eins og Ungir-gamlir, uppsetningu söngleikja og íþróttamóta á vegum skólans. Við leggjum mikið upp úr nemendalýðræði og nemendur skólans koma oft einnig að skipulagningu þemaverkefna og ýmis konar uppákoma sem fléttað er inn í daglega vinnu í skólanum.
Árlega heldur nemendafélagið tvö málþing þar sem fjallað er um hvað mætti fara betur bæði í skóla- og félagsstarfinu. Fulltrúar nemendafélags kynna síðan niðurstöður sínar fyrir skólastjórnendum eða fulltrúm Akranesbæjar eftir því sem við á. Margar hugmyndir nemenda hafa orðið að veruleika í skipulagningu skólastarfsins. Umsjón með félagsstarfinu hefur Ingibjörg Haraldsdóttir. 

 

 

Skólaárið 2018-2019 eru eftirfarandi nemendur í stjórn nemendafélagsins:

Formaður:

Helgi Rafn Bergþórsson   10.VLJ

Varaformaður:

Lilja Björg Ólafsdóttir    10. IH

Stjórn:

10.IH       Fannar Björnsson og Friðbert Óskar Þorsteinsson

10.GSH   Oliver Snær Ólason og Aldís Mjöll Hlynsdóttir

10.VLJ    Mirra Björt Hjartardóttir og Hákon Arnar Haraldsson

9.EV        Hrafnkell Váli Valgarðsson og Jón Gautur Hannesson

9.LK        Friðmey Ásgrímsdóttir og Marey Edda Helgadóttir

9.HDG    Ástdís María Guðjónsdóttir og Ingveldur Ósk Sigurðardóttir

8.ÍA         Katrín Fjóla Ásgeirsdóttir og Mikael Einarsson

8.BÞ        Ragnheiður Ýr Granz og Jóel Þór Jóhannesson

8.URÁ     Björk Davíðsdóttir og Gísli Freyr Þorsteinsson