Nemendur

Í upphafi skólaárs Grundaskóla, í ágúst 2015, eru 580 nemendur í 29 bekkjardeildum. Í öllum árgöngum nema einum eru þrír bekkir. Skólinn skiptist í þrjú stig, yngstastig, miðstig og unglingastig. Þrátt fyrir að þröngt sé stundum á þingi þá er skólastarfið blómlegt og skapandi.  Starfsfólk skólans eru tæplega 100 talsins og þar af eru 29 umsjónarkennarar.