Hrekkjavaka í Grundaskóla

Í dag, 31. október voru margar furðuverur á sveimi í Grundaskóla og ekki laust við draugagang hér og þar. Í tilefni af hrekkjavöku söfnuðust yngri nemendur skólans saman á sal skólans til að þenja raddböndin. Meðfylgjandi eru tvö myndbönd sem fanga stemninguna í Grundaskóla

http://www.grundaskoli.is/wp-content/uploads/2019/11/Hrekkjavaka1.mov

http://www.grundaskoli.is/wp-content/uploads/2019/11/Hrekkjavaka2-2.mov

Furðuverur á sveimi

Það voru margar furðuverur út um allan skóla á Hrekkjavökunni í dag

Halloween

Eins og flestum er kunnugt þá verður Byggðasafninu í Görðum breytt í draugahús í kvöld. Þær Auður Líndal og Sigríður Lína kynntu fyrir starfsmönnum Grundaskóla söguna á bak við verkefnið. Nemendur okkar eru þátttakendur í þessu verkefni. Það sem margir ekki vita er að hrekkjavakan á rætur að rekja til Íslands og Írlands.
Við hvetjum þá sem þora til að mæta á Byggðasafnið í kvöld klukkan 19:30 Sjá frétt sem birtist í Skessuhorni: 

https://skessuhorn.is/2019/10/29/veturnaetur-a-byggdasafninu-fyrir-tha-sem-thora/

Fjölskyldusöngstund

Yngri skólakór Grundaskóla verður með fjölskyldusöngstund á bókasafninu miðvikudaginn 30. október kl. 17.00-17:30
Verið hjartanlega velkomin.

Spurningakeppni á miðstiginu

Í dag fór fram fyrsta umferð spurningakeppninnar á miðstiginu. Nemendur þurfa að vera búnir að lesa ákveðnar bækur sem spurt er út úr. Það var mikil samstaða og einbeiting hjá krökkunum okkar sem stóðu sig virkilega vel.

Áframhaldandi símabann í Grundaskóla

Í byrjun skólaárs var tekin sú ákvörðun að banna alfarið notkun snjallsíma á skólatíma. Bannið var sett tímabundið eða fram að vetrarfríi. Í vikunni fyrir vetrarfrí var send út könnun til allra foreldra þar sem einfaldlega var spurt hvort foreldrar vildu styðja áframhaldandi símabann. Svörun var góð og niðurstaðan var afgerandi þar sem 94% foreldra studdu áframhaldandi símabann þannig að við höldum okkur við það áfram ótímabundið.

Niðurstöður samræmdra prófa í Grundaskóla

Samræmd könnunarpóf í 4.-7.b

Þá hafa niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk verið birtar. Meðfylgjandi er árangur nemenda í Grundaskóla sem er svipaður og síðustu ár. Það sem vekur eftirtekt er að árangur í stærðfræði er mun betri en á landsvísu. Við erum með mun fleiri nemendur í efsta laginu og fáa nemendur í því neðsta ef borið er saman við meðaltals landsins.
Hins vegar er ljóst að íslenskan er heldur lakari því við erum á landsmeðaltalinu þar. Niðurstöðurnar eru birtar í raðeinkunnum og þeim er skipt upp í þrjú bil. Raðeinkunn 1-24, 25-75 og 76-99. Til að útskýra hvað felst í raðeinkunn þá þýðir t.d að ef nemandi fær raðeinkunn 70, eru 30% nemanda á landsvísu fyrir ofan hann. Ef nemandi fær 25 í raðeinkunn eru 75% nemenda með betri árangur og svo framvegis. Vinsamlegast smellið á tengilinn fyrir neðan fyrirsögnina til að kíkja á niðurstöður prófanna í Grundaskóla þar sem jafnframt er hægt að bera þær saman við landið allt.

Vetrarfrí á Akranesi 17-21 október

 

Skólahlaupið og lokadagur í göngum í skólann

Skólahlaupið og lokadagur í göngum í skólann var haldið í dag. Allir tóku virkan þátt og stóðu sig vel. Boðið var upp á ávexti að loknu hlaupi. Þeir árgangar  sem notuðu oftast virkan ferðamáta í september voru annar bekkur af yngsta stigi, sjöundi bekkur af miðstigi og áttundi bekkur í unglingadeild.

Nýrri fréttir | Eldri fréttir