Skipulagsdagur og viðtalsdagur

Mánudaginn 19. nóvember er skipulagsdagur og mannauðsdagur hjá Akraneskaupstað og engin kennsla. 

Þriðjudaginn 20. nóvember er viðtalsdagur í skólanum og öll kennsla fellur niður vegna viðtala. 

Skóli samkvæmt stundatöflu kl. 8 á miðvikudaginn 🙂

 

 

Popplestur í Grundaskóla

Í dag fagna nemendur á miðstigi góðum árangri í s.k. popplestri. Popplestur er keppni þar sem nemendur keppast við að lesa sem flestar mínútur og sem flestar bækur. Hver nemandi skráir ásamt kennara og foreldrum sínum árangurinn og vinnur með bækurnar en launin eru auk þess að vera betri í lestri poppbaun fyrir hverja lestrarmínútu. (meira…)

Leiklistarvalhópur setur upp Fríða og Dýrið

 

Þessa dagana er leiklistarhópur í unglingadeildinni á lokasprettinum við að undirbúa sýninguna Fríða og Dýrið. Að vanda er mikill undirbúningur lagður í sviðsmynd og búninga og krakkarnir munu vinna sleitulaust við æfingar og annan undirbúning þangað til í næstu viku þegar verkið verður frumsýnt.

 

Undirbúningur fyrir Malaví markaðinn

Nemendur í 1. bekk og 10. bekk fóru saman í Grundaskólaskógræktina að saga greinar sem nota á í föndur fyrir Malavi markaðinn.

Samræmd próf í Grundaskóla haustið 2018

Í september þreyttu nemendur, í 4. og 7. bekk, samræmd próf í íslensku og stærðfræði. Að vanda stóðu nemendur okkar sig ágætlega en raðeinkunnir þessara árganga má sjá á meðfylgjandi mynd. Þegar landsmeðaltal er reiknað eiga nemendur með raðeinkunn 1-24 að vera 25% nemenda. Nemendur með raðeinkunnina 25-75 telja síðan um 50% nemenda og 25% nemenda er síðan með raðeinkunnina 76-99. Þegar við skoðum árangur nemenda okkar vekur eftirtekt að við stöndum okkur mun betur í stærðfræði en íslensku. Í 7. bekk eru nemendur nánast á normalkúrfunni en í 4. bekk erum við aðeins undir landsmeðaltali. Í stærðfræði hins vegar, eru mun færri með raðeinkunn 1-24 og mun fleiri í miðhóp og efsta hóp. Það þýðir að Grundaskóli er nokkurn veginn á landsmeðaltali í íslensku en talsvert yfir landsmeðaltali í Stærðfræði. Það er umhugsunarvert fyrir okkur í Grundaskóla hvers vegna við stöndum okkur mjög vel í stærðfræði en síður í íslensku.

 

 

Dagur gegn einelti í Grundaskóla

Þann 8. nóvember var dagur gegn einelti í Grundaskóla. Árgangar skólans unnu saman tveir og tveir og blönduðust saman eldri og yngri nemendur. (meira…)

Skólakór Grundaskóla – tónleikar á Vökudögum 2018

Yngri hópur skólakórs Grundaskóla, stóð fyrir skemmtilegum tónleikum á bókasafni Akranesbæjar á nýafstöðnum Vökudögum. Eins og heyra má er blómlegt kórastarf í Grundaskóla tveir kórar eru starfandi í skólanum undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur. (meira…)

Vináttudagur á miðstiginu

Það var skemmtilegur dagur hjá okkur á miðstiginu í dag. Nemendur unnu í blönduðum hópum að mismunandi verkefnum í tengslum við vináttuna. Allir tóku virkan þátt og lögðu sig fram við að kynnast nýjum krökkum. 

Göngum í skólann

Í gær fór fram lokahátíð á Göngum í skólann verkefninu. Af því tilefni gengu nemendur og starfsfólk Grundaskóla smá hring fyrir utan höllina og enduðu í Akraneshöllinni þar sem var farið í leiki og haft gaman saman.  (meira…)

Opinn fyrirlestur í Grundaskóla 10. október kl. 18-20

Opinn fyrirlestur í Grundaskóla 10.okt. kl. 18-20
,,Það er allt í lagi að vera öðruvísi“

Aðalheiður Sigurðardóttir hefur á síðastliðnum 4 árum haldið fyrirlestra í skólum, leikskólum, fyrir foreldrahópa og í samráði við Einhverfusamtökin og ADHD samtökin, bæði á Íslandi og í Noregi. (meira…)

Nýrri fréttir | Eldri fréttir