„Tölvu- og skjánotkun barna og unglinga: Taktu stjórnina!“

Eru vandamál á þínu heimili varðandi skjá- eða tölvunotkun?

Ert þú við stjórn á þínu heimili þegar kemur að skjá- eða tölvunotkun barnsins þíns?

Vilt þú fá betri yfirsýn yfir skjá- og tölvunotkun barnsins þíns? (meira…)

Skólasetning

Skólasetning fer fram 22. ágúst 

Kl. 09 .00  9. og 10. bekkur

Kl. 09.30   7. og 8. bekkur

Kl. 10.00   5. og 6. bekkur

Kl. 10.30   3. og 4. bekkur

Kl. 11.00    1. og 2. bekkur

 

Vordagar – fuglaskoðun og Zumba

Enn fleiri myndir frá vordögum – nemendur í fuglaskoðun og videó frá Zumba.

Smellið hér til að horfa á Zumba 🙂

 

Fleiri myndir frá vordögum

Hér koma nokkrar myndir úr skógræktinni í morgun. 

Meira frá vordögum

Hér koma myndir sem teknar voru niðri á Langasandi í dag á vordögum.

Vordagar

Nú eru vordagar í fullum gangi og einn hópurinn valdi að fara í „Greiðum og málum“ þar sem nemendur fengu tilsögn og gátu æft sig í hinum ýmsu greiðslum.

Við lærum um leyndardóma efnafræðinnar

Í dag var haldin sannkölluð vísindavaka á sal Grundaskóla þar sem margvíslegar vísindatilraunir voru gerðar. Vísindatilraunirnar á sýningunni voru unnar undir öruggri handleiðslu „Sprengju-Kötu. “

Sprengju-Kata er efnafræðingur og elskar efnabrellur meira en allt. Hún hefur haslað sér völl með Sprengjugenginu landsfræga úr Háskóla Íslands. Sprengju Kata gekk til liðs við nemendur Grundaskóla og í dag var haldin glæsileg vísindavaka með öllum nemenum skólans. Hér koma nokkrar myndir af okkar fólki.

Öflugt starfsfólk í Grundaskóla

Grundaskóli er öflugur vinnustaður með kröftugt starfsfólk og nemendur. Enn ein staðfestingin barst um það þegar ÍSÍ tilkynnti um niðurstöður í verkefninu „hjólað í vinnuna.“ 
Þar geta vinnustaðir skráð hlutfall starfsfólks sem hjóla eða gengur til og frá vinnu. Grundaskóli er í 1. sæti þetta árið yfir vinnustaði 70-129 starfsmenn. 
Húrra fyrir því 

Víkingaþema í 5. bekk

Í dag lauk formlega Víkingaþemanu okkar í 5. bekkVið höfum síðan í janúar verið  læra um Leif heppnalandafundina og ýmislegt tengt víkingatímabilinuVið höfum farið í tvær vettvangsferðirannars vegar á 
Þjóðminjasafnið og hins vegar á Eiríksstaði í Haukadal.
(meira…)

Skólakór Grundaskóla

Skólakór Grundaskóla hélt glæsilega vortónleika í gær undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur þar sem fram komu 57 nemendur sem fluttu blöndu af allskonar skemmtilegum lögum. Um píanóleik sá Flosi Einarsson. Gestasöngkona á tónleikunum var engin önnur en Rakel Pálsdóttir, sem söng m.a. með kórnum lagið Óskin mín úr söngvakeppninni ásamt fleiri lögum. 

Aldeilis flottir söngvarar sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni.

Nýrri fréttir | Eldri fréttir