Fjör í 5. bekk

Þessa dagana eru kennaranemar hjá okkur í 5. bekk. Það eru þær Alexandra og Sigurrós. Þær eru m.a. að vinna verkefni í tengslum við Leif Eiríksson. Eitt af verkefnum þeirra var að kynna nemendum klæðnað víkinga. Þær stöllur klæddu sig upp eins og víkingar. 

Vélmenni kemur til starfa í Grundaskóla

Í fjölmiðlaumræðu er mikið rætt um svokallaða „fjórðu iðnbyltingu“ sem er framundan í heiminum. Að tæknin sé að taka yfir mörg störf í samfélaginu og að starfræn tækni eigi eftir að aukast á öllum sviðum mannlífsins. Grundaskóli er framsækinn skóli og nýtir nýjustu tækni í skólastarfinu til að efla og bæta námið. (meira…)

Landsmót barna- og unglingakóra á Akranesi um helgina

Helgina 15. – 17. mars verður Landsmót barna- og unglingakóra haldið í Grundaskóla á Akranesi. Mót eins og þessi eru haldin á vegum Tónmenntakennarafélags Íslands og KórÍs-Landssamtaka barna- og ungdómskóra á Íslandi annað hvert ár á mismunandi stöðum á landinu og nú er komið að Akranesi. (meira…)

Öskudagur í unglingadeild

Á öskudag gleðjast allir, ungir sem gamlir. Í unglingadeild hefur skapast sú hefð að taka lífinu létt á öskudag og bekkjadeildir keppa sín á milli um flottastu búningana. Að þessu sinni varð 9. LK hlutskarpastur en þau voru öll í hlutverki túrista. Enn fremur var lagið tekið og dansinn dunaði inni á sal skólans. Endilega kíkið á meðfylgjandi myndband.

 

 

Bingó í Grundaskóla fimmtudaginn 7. mars!

3. bekkur í Brekkubæjarskóla í heimsókn

Síðastliðinn föstudag fengum við í 3. bekk góða heimsókn frá jafnöldrum okkar í Brekkubæjarskóla. Við buðum þeim að spila við okkur, borða nesti og koma með okkur út í frímínútur. Við krakkarnir úr báðum skólum lékum okkur saman , spjölluðum og hlógum mikið. (meira…)

Meistarakokkurinn 2019

Þessa dagana eru unglingarnir okkar í vali í heimilisfræði sem ber nafnið Meistarkokkurinn.
Þá keppa tveggja til þriggja manna lið bæði í bakstri og matreiðslu. Þau undirbúa hvora keppni fyrir sig, velja það verkefni sem þau ætla að gera, aðlaga uppskriftir, skrá innkupalista, skipuleggja verkefnið og æfa sig í að vinna verkefnið. Á keppnisdegi fáum við dómara til að vera á svæðinu, fylgjast þeir með vinnubrögðum og framgangi verkefnisins og að lokum dæma afraksturinn. þetta er skemmtilegt verkefni og margir leggja sig vel fram og standa sig með prýði.

(meira…)

Söngheimsókn á Akrasel

Í síðustu viku fór yngri hópur Skólakórs Grundaskóla í heimsókn á leikskólann Akrasel. Mikil eftirvænting var hjá krökkunum enda voru margir kórfélaganna sjálfir á leikskólanum fyrir nokkrum árum. Kórinn söng nokkur lög fyrir áhugasama áhorfendur. (meira…)

Upplestrarkeppni

Undanfarnar vikur hafa staðið yfir æfingar fyrir Upplestrarkeppnina í 7. bekk.  Allir nemendur árgangsins hafa æft upplesturbæði á texta og ljóðiog fengið leiðbeiningar um góðan upplestur heima og í skólanum.  (meira…)

Skákmót á miðstigi

Árlega er haldið skákmót á miðstigi skólans. Þessa dagana eru nemendur byrjaðir að æfa sig í að tefla og keppa hvort við annað innan bekkjanna. Það er undanfari fyrir aðalkeppnina en þá munu einn strákur og ein stelpa keppa fyrir hönd hvers bekkjar. (meira…)

Nýrri fréttir | Eldri fréttir