Aðventan

Nú er aðventan á næsta leiti og við hér í Grundaskóla erum byrjuð að syngja jólalögin.

Kátir krakkar æfa sig á jólalögunum á sal Grundaskóla

Lausar stöður í Grundaskóla

Frá og með áramótum losna nokkrar stöður stuðningsfulltrúa og skólaliða í Grundaskóla. Endilega skoðið auglýsingu á akranes.is ef þið hafið áhuga á að kanna málið frekar.

https://www.akranes.is/is/frettir/enginn-titill-9

Tónlistardagskrá á kaffihúsi Malawi markaðarins

Eins og áður hefur komið fram tókst árlegur Malawi markaður okkar afskaplega vel og enn og aftur viljum við þakka gestum okkar fyrir komuna. Meðfylgjandi er tengill á tónlistardagskrá sem unglingarnir höfðu umsjón með á kaffihúsinu sem sett var upp í salnum. Þeim til aðstoðar voru þau Valgerður og Sammi tónmenntarkennarar og Flosi aðstoðarskólastjóri sá um undirleik í nokkrum lögum.

Malawi markaður – 796.824 krónur söfnuðust í dag

Í dag var árlegur Malawi markaður í Grundaskóla. Undanfarna daga og vikur hafa nemendur í Grundaskóla lagt hart að sér við að búa til ýmis konar góðgæti og muni sem seldir voru á markaðnum. Eins og vanalega fjölmenntu foreldrar, ættingjar og vinir og eins og fram kemur í fyrirsögn safnaðist dágóð upphæð sem fer til styrkja skólamál í Malawi. Auk þess að bjóða ýmsa muni til sölu, buðu nemendur upp á ilmandi vöfflur og tónlistaratriði á sal skólans. Við þökkum öllum gestum okkar innilega fyrir stuðninginn. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem sýna stemninguna í Grundaskóla í dag.

Malaví

Hér er mikill undirbúningur í gangi fyrir Malavímarkaðinn okkar sem verður í næstu viku.Á myndunum má sjá nemendur í 1.bekk og 10.bekk vinna saman.

Malavímarkaður

Undanfarna daga og vikur hafa nemendur og starfsfólk Grundaskóla verið að undirbúa árlegan Malavímarkað sem fram fer í Grundaskóla fimmtudaginn 21.nóvember og hefst klukkan 11:30 og lýkur klukkan 12:45. Allur ágóði rennur til styrktar skólastarfi í Malaví.

Baráttudagur gegn einelti

Í dag, 8. nóvember, var baráttudagur gegn einelti. Að því tilefni unnu vinaárgangar skólans saman að ýmsum verkefnum tengdum vináttu, samskiptum og hópefli. Markmið verkefnisns er að nemendur á ólíkum aldri kynnist og að efla samkennd og virðingu á meðal nemenda. Í lok vinnunnar fóru allir nemendur og starfsfólk á sal skólans og tóku þátt í samsöng.

Úrslit í Spurningarkeppninni á miðstiginu

Það var fjör hjá okkur á miðstiginu í dag þar sem að úrslit í spurningakeppninni áttu sér stað. Keppendur og áhorfendur stóðu sig með miklum sóma. Keppnin gengur út á að nemendur lesa ákveðnar bækur og fá spurningar í tengslum við þær. Einnig reyndi á leiklistarhæfileika nemenda.
Það voru 7. IHÓ og 6. EHÞ sem mættust og var keppnin mjög spennandi alveg til loka. Það voru nemendur í 7. IHÓ sem stóðu uppi sem sigurvegarar. 

Fræðslufundur fyrir foreldra

Hrekkjavaka í Grundaskóla

Í dag, 31. október voru margar furðuverur á sveimi í Grundaskóla og ekki laust við draugagang hér og þar. Í tilefni af hrekkjavöku söfnuðust yngri nemendur skólans saman á sal skólans til að þenja raddböndin. Meðfylgjandi eru tvö myndbönd sem fanga stemninguna í Grundaskóla

http://www.grundaskoli.is/wp-content/uploads/2019/11/Hrekkjavaka1.mov

http://www.grundaskoli.is/wp-content/uploads/2019/11/Hrekkjavaka2-2.mov

Nýrri fréttir | Eldri fréttir