Foreldrafræðsla

Ekki missa af þessu þann 20 janúar kl. 18 í Tónbergi.

Bókakynning á bæjarbókasafninu

Nemendur í 8. bekk fóru á bókakynningu á bæjarbókasafnið í morgun. Inga tók á móti okkur og kynnti fyrir okkur bækur fyrir unglinga sem kom út á síðasta ári.

Fótboltaval í unglingadeild

Í Grundaskóla er boðið upp á fjölbreytt úrval viðfangsefna í valgreinum. Í núverandi lotu eru nemendur í 9.-10. bekk m.a. í fótboltavali þar sem fjallað er um næringu, svefn, markmiðasetningu og heilbrigt líferni auk þess sem nemendur eru í ýmis konar tækniæfingum og spili. Á meðfylgjandi myndum má sjá áhugasama nemendur fylgjast með Arnóri Snæ, aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla, sem var að fjalla um markmiðasetningu. Hann var svo vinsamlegur að koma sem gestafyrirlesari inn í áfangann og fleiri slíkir munu koma við sögu á næstu vikum.

Undirbúningur fyrir ball

Krakkarnir í unglingadeildinni hituðu upp fyrir ballið í kvöld og sungu nokkur lög saman. Góð stemning í hópnum

Arnór Sigurðsson í heimsókn

Í dag fengum við í 6. og 7. bekk frábæra heimsókn frá Arnóri ,,okkar” Sigurðssyni atvinnumanni í knattspyrnu og fyrrum nemanda Grundaskóla. Fyrirlesturinn bar heitið; Hafðu trú á sjálfum þér. Fyrirlesturinn hitti beint í mark hjá krökkunum og ræddi hann m.a. um mikilvægi þess að setja sér markmið, hafa metnað í námi jafnt sem íþróttum, fara út fyrir þægindarammann sinn og vera góð manneskja. Takk fyrir okkur Arnór, við erum stolt af þér.

Spilastund

Í dag, miðvikudag, hittust 4. SRR og 6. EHÞ í spilastund þar sem þau m.a. kenndu hvort öðru á ný spil og spjölluðu um daginn og veginn. Það fór vel á milli þessara árganga og nutu krakkarnir samverunnar við hvort annað. Myndirnar tala sínu máli!

Litlu jólin

Aftakaveður

Við viljum vekja athygli ykkar á eftirfarandi frétt á heimasíðu Akraneskaupstaðar. https://www.akranes.is/is/frettir/aftakavedur-framundan-radstafanir-a-akranesi

Veðurspá

Á morgun, þriðjudag, er spáð vondu veðri á Akranesi.
Skólahald verður ekki fellt niður en ykkur er í sjálfsvald sett hvort þið sendið börnin ykkar í skóla eða haldið þeim heima. Við hvetjum ykkur til að skrá börnin í leyfi með því að senda tölvupóst til ritara skólans heida.vidarsdottir@grundaskoli.is, ef þið haldið þeim heima. Það verður trúlega mikið álag á símanum á skrifstofu skólans. Við verðum að vita hvaða börn eru ekki væntanlegt til að við þurfum ekki að óttast um þau úti í veðrinu.

Við biðjum ykkur að sækja öll börn í skóla þegar kennslu lýkur ef veðurspá gengur eftir.

Hvað frístund varðar þá verður frístund fyrir nemendur 1. og 2. bekkjar í skólanum og starfsmenn frá Þorpinu koma í skólann og verða með þá nemendur 3. og 4. bekkjar sem eru í frístund. Þeir nemendur sem fara í frístund fara því ekkert út úr skólanum ef veðurspáin gengur eftir. Ef börnin ykkar eiga að fara í íþrótta- eða tómstundastarf biðjum við ykkur að koma og sækja þau og skutla. Við viljum ekki senda þau út á strætóstöðina.

Með kveðju
Grundaskóli

Útvarpsþáttur 5. bekkinga

Laugardagsmorguninn 30. nóvember var árlegur þáttur 5. bekkja Grundaskóla fluttur í Útvarpi Akraness.

Nemendur fóru um víðan völl í dagskrárgerð. Jólasögur, fréttir, brandarar, jólahald í útlöndum, morgunleikfimi og kórsöngur voru á meðal dagskrárliða.

Þátturinn var frábrugðinn fyrri þáttum að því leyti að allt talefni var tekið upp á skólatíma í gegnum nýjan útvarpsbúnað skólans.

Hér má hlusta á þáttinn í heild sinni:

Eldri fréttir