Göngum í skólann

Í gær fór fram lokahátíð á Göngum í skólann verkefninu. Af því tilefni gengu nemendur og starfsfólk Grundaskóla smá hring fyrir utan höllina og enduðu í Akraneshöllinni þar sem var farið í leiki og haft gaman saman.  (meira…)

Opinn fyrirlestur í Grundaskóla 10. október kl. 18-20

Opinn fyrirlestur í Grundaskóla 10.okt. kl. 18-20
,,Það er allt í lagi að vera öðruvísi“

Aðalheiður Sigurðardóttir hefur á síðastliðnum 4 árum haldið fyrirlestra í skólum, leikskólum, fyrir foreldrahópa og í samráði við Einhverfusamtökin og ADHD samtökin, bæði á Íslandi og í Noregi. (meira…)

Söngleikurinn Smellur

Söngleikurinn Smellur var sýndur á vordögum 2018 við góðar undirtektir áhorfenda. Nú er loksins hægt að horfa á upptöku frá 13. maí 2018 á meðfylgjandi slóð með því að smella hér .

Snjalltæki í Grundaskóla

Snjalltæki í Grundaskóla

Reglur um netnotkun, rafræn samskipti og meðferð snjalltækja

Í Grundaskóla höfum við valið okkur þrjú gildi sem höfð eru að leiðarljósi í öllu skólastarfinu: Samvinna, traust og virðing. Gildin okkar endurspeglast í skólareglunum sem eru fáar og einfaldar þar sem lögð er áhersla á ábyrgð og skyldur allra hlutaðeigandi. Vegna aukinnar notkunar á ýmis konar snjalltækjum í skólasamfélaginu viljum við hins vegar undirstrika að við fylgjum eftirfarandi verklagsreglum: (meira…)

Nýbreytnistarf í unglingadeild Grundaskóla

Í unglingadeild Grundaskóla er hafið mikið nýbreytnistarf þar sem markmiðið er að gera námið gagnlegra, áhugaverðara og skemmtilegra. (meira…)

Haustfundur unglingadeildar í dag, mánudaginn 17. september, kl. 18

Haustfundur fyrir foreldra og aðstandendur nemenda verður mánudaginn 17. september klukkan 18:00 fyrir unglingadeildina.

Dagskráin hefst inn á sal Grundaskóla þar sem Flosi Einarsson aðstoðarskólastjóri flytur stuttan fyrirlestur um nýtt fyrirkomulag sem unglingadeildin er að innleiða varðandi skipulag náms og kennslu.
Að því loknu færist fundurinn inn í árgangana þar sem umsjónarkennarar kynna vinnuna í hverjum árgangi fyrir sig.

Við vonumst til að sjá sem flesta.

Skipulagsdagur/haustþing

Á morgun, föstudaginn, 14. september er skipulagsdagur í Grundaskóla og engin kennsla. 
Frístund er einnig lokuð. 

 

Haustfundir í Grundaskóla

Haustfundur yngsta-og miðstigs verður miðvikudaginn 12.september klukkan 18:00.

Haustfundir hefjast í sal Grundaskóla þar sem Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur verður með fyrirlesturinn Ofnotkun netsins og að honum loknum fáið þið kynningu og áherslur á skólastarfi vetrarins með umsjónarkennurum.

Haustfundur fyrir foreldra og aðstandendur nemenda verður mánudaginn 17. september klukkan 18:00 fyrir unglingadeildina.

Dagskráin hefs inn á sal Grundaskóla þar sem Flosi Einarsson aðstoðarskólastjóri flytur stuttan fyrirlestur um nýtt fyrirkomulag sem unglingadeildin er að innleiða varðandi skipulag náms og kennslu. Að því loknu færist fundurinn inn í árgangana þar sem umsjónarkennarar kynna vinnuna í hverjum árgangi fyrir sig. Við vonumst til að sjá sem flesta.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Skólahlaup Grundaskóla fór fram í dag, miðvikudaginn 5. september

Árlega skólahlaup Grundaskóla fór fram í morgun, miðvikudag, kl. 10 í blíðskaparveðri. Líkt og áður var hlaupið í kringum æfingasvæði/grasvellina á Jaðarsbökkum. (meira…)

Göngum í skólann hefst 5. september

Göngum í skólann 2018 hefst í tólfta sinn á morgun, miðvikudaginn 5. september. Verkefninu lýkur á alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 10. október.  (meira…)

Eldri fréttir