Öskudagur í unglingadeildinni

Í gær, öskudaginn, var unglingadeildin með kökudag hjá sér, hægt var að spila og spjalla og búningakeppni. Óhætt er að segja að nemendur og kennarar hafi lagt allt í sölurnar þegar kom að búningum og metnaðurinn var mikill.
Dómnefndin hafði úr vöndu að velja þegar kom að því að finna sigurvegara en í lokin voru það nemendur í 9. VLJ sem unnu búningakeppnina í unglingadeildinni. Dómnefndin var sammála um það að sá bekkur skaraði fram úr er kom að heildarsvip bekkjarins og greinilegt að allir nemendur lögðust á eitt. Sú samvinna borgaði sig 🙂

Dagurinn var í heild sinni mjög vel heppnaður og almenna ánægju í unglingadeildinni og líklegt að þetta fyrirkomulag sé komið til að vera og/eða verði þróað áfram á næstu árum. 

Hér má síðan sjá 9. VLJ í búningum. 

 

Skipulagsdagur og vetrarfrí

Á morgun, föstudaginn 16. febrúar, er skipulagsdagur og engin kennsla hjá nemendum. Frístund opin frá klukkan 13. 
Mánudaginn, 19.febrúar, er vetrarfrí og engin kennsla. 

Vonum að allir eigi gott helgarfrí og sjáumst hress á þriðjudaginn 🙂

 

Góð ráð

Eins og flestir vita þá myndast mikill umferðarhnútur við Grundaskóla þegar um 10% bæjarbúa þurfa að komast að skólanum á sama tíma rétt fyrir kl 8. Sumir eru pirraðir hversu umferðin gengur hægt o.s.frv. 

Við gefum hér góð ráð:
Ef mannskapurinn væri 10 mín fyrr á ferðinni væri ekkert vandamál.
Það myndi einnig hjálpa mikið að ef farþegum væri hleypt út úr bílum í allri „sleppirennunni“ við Víkurbraut en ekki bara við útidyrnar. Þá væru 8 bílar losaðir í einu en ekki einn!
Að ganga til og frá skóla er góð heilsurækt.
Við hvetjum ökumenn til þess að sýna tillitssemi og beita „rennilás“ aðferðinni á gatnamótunum. Þ.e. að hleypa öðrum hvorum bíl inn í röðina.

Að lokum. Þolinmæði og skynsemi er mikil dyggðir.

 

Hátónsbarkakeppnin 2018

Miðvikudagskvöldið 31. janúar, fór fram árleg Hátónsbarkakeppni nemenda í grunnskólunum á Akranesi. Athöfnin fór fram í Tónbergi og að vanda voru margir efnilegir söngvarar sem tóku þátt í keppninni. Dómnefnd valdi síðan einn sigurvegara úr hvorum skóla. Hátónsbarki Grundaskóla að þessu sinni var Matthildur Hafliðadóttir en hlutskörpust í Brekkubæjarskóla var Sigríður Sól. Þær munu síðan báðar taka þátt í Samfés,söngvakeppni félagsmiðstöðva, fyrir hönd Þorpsins. Við óskum þeim báðum til hamingju.

100 daga hátíð hjá 1. bekk

Í gær, 30. janúar var hátíðisdagur í 1. bekk. Þann dag höfðum við lokið fyrstu hundrað dögunum í skólagöngu okkar í Grundaskóla. Við unnum mörg skemmtileg verkefni þar sem við töldum ýmsa hluti upp í hundrað og unnum svo með þá.
Þetta var skemmtilegur dagur þar sem við sýndum snilli okkar í talningu og mörgu öðru.
 
Skemmtilegur dagur hjá 1. bekkingum 🙂 
 

Hátónsbarkakeppni grunnskólanna á Akranesi og Þorpsins

Hátónsbarkakeppni grunnskólanna á Akranesi og Þorpsins verður haldinn 31. janúar kl. 20 í Tónbergi. 
Keppt verður um titlana Hátónsbarki Brekkubæjarskóla og Hátónsbarki Grundaskóla. Sigurvegarar munu svo keppa í Söngkeppni Samfés á Vesturlandi.

Keppendur:
Brynhildur Björk Magnúsdóttir – Your Song
Guðjón Ágúst Aðalsteinsson – Devils due
Guðrún Karitas Guðmundsdóttir – Lost boy
Hekla María Arnardóttir – Ring of fire
Ína Margrét Sigurðardóttir – Umvafin englum 
Marta Lind Jörgensdóttir – Turning Tables
Matthildur Hafliðadóttir – Only you
Ragnheiður Helga Sigurgeirsdóttir – Zombie
Róberta Dís Grétarsdóttir – Runnin’
Sigríður Sól Þórarinsdóttir – If I aint got you

Hljóðfæraleikarar og bakraddir:
Alexander Dagur Helgason
Aldís Inga Sigmundsdóttir
Ína Margrét Sigurðardóttir
Snædís Lilja Gunnarsdóttir
Þórdís Eva Rúnarsdóttir
Guðrún Karitas Guðmundsdóttir
Flosi Einarsson
Heiðrún Hámundardóttir
Samúel Þorsteinsson

Hátónsbarkar síðasta árs:
Aldís Inga Sigmundsdóttir
Katrín Lea Daðadóttir

ALLIR VELKOMNIR

FRÍTT INN!

Bingó á miðvikudaginn 24. janúar kl. 19.30

Nemendaráð 10. bekkjar og foreldrafulltrúar standa fyrir bingó á sal Grundaskóla miðvikudaginn 24. janúar kl. 19.30 sem fjáröflun fyrir Laugar/lokaferð. 

Mikið af glæsilegum vinningum í boði og hvetjum við alla sem hafa tök á að koma og styðja við bakið á krökkunum og eiga góða kvöldstund saman 🙂

Skemmtilegur þrauta- og verkefnakassi

Grundaskóli keypti þennan skemmtilega kassa. Í honum geta nemendur leyst ýmsar þrautir og/eða verkefni sem hjálpa þeim að opna allskonar lása. Í kassanum er fullt af leikjum, t.d. í stærðfræði, ensku, landafræði o.fl. 
Leikirnir eru á ensku. Nokkrir leikir eru til á íslensku inni á facebook síðunni Breakout edu á Íslandi.
Jafnframt býður kassinn upp á það að búa til sinn eigin leik í tengslum við fjölbreytt námsefni, allt eftir því hvaða námsefni kennari er að kenna. 

Leyfum myndunum að njóta sín 🙂

 

Prufur vegna nýs söngleiks í Grundaskóla

Næstu dagana fara fram dans-, söng- og leikprufur fyrir nýjan söngleik sem frumsýndur verður í apríl. Fyrir þá nemendur sem ætla sér að spreyta sig verða prufurnar eins og hér segir: Fimmtudaginn 4. Janúar kl 13:30 verða dansprufur, föstudaginn 5. janúar kl 13:00 verða söngprufur og mánudaginn 8. janúar kl 13:30 verða síðan leikprufur. (meira…)

Litlu jólin í Grundaskóla miðvikudaginn 20. desember

Litlu jólin eru á miðvikudaginn 20. desember 2017. 

 

5. – 9. bekkur

8:30 – 9:10   Stofujól

9:10 – 10:15  Samverustund á sal

  • Helgileikur 3. bekkur
  • Jólasveinaleikrit (7. bekkur)
  • Gengið í kringum jólatréð

 

1. – 4. bekkur og 10. bekkur

10:30 – 11:10   Stofujól

11:10 – 12:15  Samverustund á sal

  • Helgileikur 3. bekkur
  • Jólasveinaleikrit (7. bekkur)
  • Gengið í kringum jólatréð

 

Grundaskóli óskar öllum gleðilegrar hátíðar og hlökkum til að sjá alla á nýja árinu 2018 🙂 

Eldri fréttir