Malaví

Hér er mikill undirbúningur í gangi fyrir Malavímarkaðinn okkar sem verður í næstu viku.Á myndunum má sjá nemendur í 1.bekk og 10.bekk vinna saman.

Malavímarkaður

Undanfarna daga og vikur hafa nemendur og starfsfólk Grundaskóla verið að undirbúa árlegan Malavímarkað sem fram fer í Grundaskóla fimmtudaginn 21.nóvember og hefst klukkan 11:30 og lýkur klukkan 12:45. Allur ágóði rennur til styrktar skólastarfi í Malaví.

Baráttudagur gegn einelti

Í dag, 8. nóvember, var baráttudagur gegn einelti. Að því tilefni unnu vinaárgangar skólans saman að ýmsum verkefnum tengdum vináttu, samskiptum og hópefli. Markmið verkefnisns er að nemendur á ólíkum aldri kynnist og að efla samkennd og virðingu á meðal nemenda. Í lok vinnunnar fóru allir nemendur og starfsfólk á sal skólans og tóku þátt í samsöng.

Úrslit í Spurningarkeppninni á miðstiginu

Það var fjör hjá okkur á miðstiginu í dag þar sem að úrslit í spurningakeppninni áttu sér stað. Keppendur og áhorfendur stóðu sig með miklum sóma. Keppnin gengur út á að nemendur lesa ákveðnar bækur og fá spurningar í tengslum við þær. Einnig reyndi á leiklistarhæfileika nemenda.
Það voru 7. IHÓ og 6. EHÞ sem mættust og var keppnin mjög spennandi alveg til loka. Það voru nemendur í 7. IHÓ sem stóðu uppi sem sigurvegarar. 

Fræðslufundur fyrir foreldra

Hrekkjavaka í Grundaskóla

Í dag, 31. október voru margar furðuverur á sveimi í Grundaskóla og ekki laust við draugagang hér og þar. Í tilefni af hrekkjavöku söfnuðust yngri nemendur skólans saman á sal skólans til að þenja raddböndin. Meðfylgjandi eru tvö myndbönd sem fanga stemninguna í Grundaskóla

http://www.grundaskoli.is/wp-content/uploads/2019/11/Hrekkjavaka1.mov

http://www.grundaskoli.is/wp-content/uploads/2019/11/Hrekkjavaka2-2.mov

Furðuverur á sveimi

Það voru margar furðuverur út um allan skóla á Hrekkjavökunni í dag

Halloween

Eins og flestum er kunnugt þá verður Byggðasafninu í Görðum breytt í draugahús í kvöld. Þær Auður Líndal og Sigríður Lína kynntu fyrir starfsmönnum Grundaskóla söguna á bak við verkefnið. Nemendur okkar eru þátttakendur í þessu verkefni. Það sem margir ekki vita er að hrekkjavakan á rætur að rekja til Íslands og Írlands.
Við hvetjum þá sem þora til að mæta á Byggðasafnið í kvöld klukkan 19:30 Sjá frétt sem birtist í Skessuhorni: 

https://skessuhorn.is/2019/10/29/veturnaetur-a-byggdasafninu-fyrir-tha-sem-thora/

Fjölskyldusöngstund

Yngri skólakór Grundaskóla verður með fjölskyldusöngstund á bókasafninu miðvikudaginn 30. október kl. 17.00-17:30
Verið hjartanlega velkomin.

Spurningakeppni á miðstiginu

Í dag fór fram fyrsta umferð spurningakeppninnar á miðstiginu. Nemendur þurfa að vera búnir að lesa ákveðnar bækur sem spurt er út úr. Það var mikil samstaða og einbeiting hjá krökkunum okkar sem stóðu sig virkilega vel.

Eldri fréttir