Upplestrarkeppnin í Tónbergi

Nemendur okkar í 7. bekk stóðu sig virkilega vel á upplestrarkeppninni sl. miðvikudag. Þau stóðu sig með miklum sóma og erum við mjög stolt af þeim. Það var Magnea Sindradóttir sem stóð uppi sem sigurvegari.  (meira…)

Undirbúningur fyrir skólahreysti

Hér er verið að keyra stemminguna í gang fyrir skólahreystiskeppnina sem fer fram á fimmtudaginn í Hafnarfirði. 

Áfram Grundaskóli!

(meira…)

Frábær helgi með söng og gleði

Um helgina fór TKÍ/KórÍs Landsmót barna- og unglingakóra fram hjá okkur í Grundaskóla. Um 250 kórkrakkar, stjórnendur og foreldrar áttu saman skemmtilega daga við söng og leik og óhætt að segja að bæði gestir og gestgjafar hafi farið heim með fangið fullt af góðri upplifun og minningum þegar móti lauk um miðjan dag á sunnudag. (meira…)

Fjör í 5. bekk

Þessa dagana eru kennaranemar hjá okkur í 5. bekk. Það eru þær Alexandra og Sigurrós. Þær eru m.a. að vinna verkefni í tengslum við Leif Eiríksson. Eitt af verkefnum þeirra var að kynna nemendum klæðnað víkinga. Þær stöllur klæddu sig upp eins og víkingar. 

Vélmenni kemur til starfa í Grundaskóla

Í fjölmiðlaumræðu er mikið rætt um svokallaða „fjórðu iðnbyltingu“ sem er framundan í heiminum. Að tæknin sé að taka yfir mörg störf í samfélaginu og að starfræn tækni eigi eftir að aukast á öllum sviðum mannlífsins. Grundaskóli er framsækinn skóli og nýtir nýjustu tækni í skólastarfinu til að efla og bæta námið. (meira…)

Landsmót barna- og unglingakóra á Akranesi um helgina

Helgina 15. – 17. mars verður Landsmót barna- og unglingakóra haldið í Grundaskóla á Akranesi. Mót eins og þessi eru haldin á vegum Tónmenntakennarafélags Íslands og KórÍs-Landssamtaka barna- og ungdómskóra á Íslandi annað hvert ár á mismunandi stöðum á landinu og nú er komið að Akranesi. (meira…)

Öskudagur í unglingadeild

Á öskudag gleðjast allir, ungir sem gamlir. Í unglingadeild hefur skapast sú hefð að taka lífinu létt á öskudag og bekkjadeildir keppa sín á milli um flottastu búningana. Að þessu sinni varð 9. LK hlutskarpastur en þau voru öll í hlutverki túrista. Enn fremur var lagið tekið og dansinn dunaði inni á sal skólans. Endilega kíkið á meðfylgjandi myndband.

 

 

Bingó í Grundaskóla fimmtudaginn 7. mars!

3. bekkur í Brekkubæjarskóla í heimsókn

Síðastliðinn föstudag fengum við í 3. bekk góða heimsókn frá jafnöldrum okkar í Brekkubæjarskóla. Við buðum þeim að spila við okkur, borða nesti og koma með okkur út í frímínútur. Við krakkarnir úr báðum skólum lékum okkur saman , spjölluðum og hlógum mikið. (meira…)

Meistarakokkurinn 2019

Þessa dagana eru unglingarnir okkar í vali í heimilisfræði sem ber nafnið Meistarkokkurinn.
Þá keppa tveggja til þriggja manna lið bæði í bakstri og matreiðslu. Þau undirbúa hvora keppni fyrir sig, velja það verkefni sem þau ætla að gera, aðlaga uppskriftir, skrá innkupalista, skipuleggja verkefnið og æfa sig í að vinna verkefnið. Á keppnisdegi fáum við dómara til að vera á svæðinu, fylgjast þeir með vinnubrögðum og framgangi verkefnisins og að lokum dæma afraksturinn. þetta er skemmtilegt verkefni og margir leggja sig vel fram og standa sig með prýði.

(meira…)

Eldri fréttir