current_id:9347

Samfés – Vesturlandskeppni

29. janúar, 2020

Í kvöld verður svokölluð Samféskeppni félagsmiðstöðva á Vesturlandi, haldin í Tónbergi. Þar munu fulltrúar félgasmiðstöðvanna etja kappi þar sem kosið verður besta söngatriðið. Tvö efstu atriðin munu síðan taka þátt í úrslitakeppni Samfés sem haldin verður í Reykjavík innan skamms. Eins og oft áður, á Grundaskóli fulltrúa í keppninni en það er Ninja Sigmundsdóttir sem stígur á svið í kvöld. Við óskum henni góðs gengis. Tónleikarnir hefjast klukkan 18:30 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.