current_id:9324

Sýning í list og verkgreinaálmu skólans

24. janúar, 2020

Það var nóg um að vera í list- og verkgreinaálmu skólans í gær, fimmtudag, þegar nemendur í 4. bekk héldu listasýningu fyrir foreldra og fleiri gesti. Á haustönn 2019 unnu nemendur verkefni út frá þjóðsögunni um Rauðhöfða í list- og verkgreinum og á sýningunni mátti sjá afrakstur þessarar vinnu. Við opnun sýningarinnar sagði Þóra Grímsdóttir, sögukona, viðstöddum söguna um Rauðhöfða og mátti heyra saumnál detta, svo mikil var einbeiting áheyrenda. Eftir það fluttu hópar nemenda tónverk sem þau höfðu samið út frá sögunni og 4. bekkingar úr Skólakórnum sungu eitt lag. Börnin gengu svo um svæðið og sýndu gestum sínum stolt listaverkin sín enda sýningin einkar glæsileg og gaman að sjá hvað nemendur unnu verkefnin vel.