current_id:9306

Fótboltaval í unglingadeild

15. janúar, 2020

Í Grundaskóla er boðið upp á fjölbreytt úrval viðfangsefna í valgreinum. Í núverandi lotu eru nemendur í 9.-10. bekk m.a. í fótboltavali þar sem fjallað er um næringu, svefn, markmiðasetningu og heilbrigt líferni auk þess sem nemendur eru í ýmis konar tækniæfingum og spili. Á meðfylgjandi myndum má sjá áhugasama nemendur fylgjast með Arnóri Snæ, aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla, sem var að fjalla um markmiðasetningu. Hann var svo vinsamlegur að koma sem gestafyrirlesari inn í áfangann og fleiri slíkir munu koma við sögu á næstu vikum.