Útvarpsþáttur 5. bekkinga
2. desember, 2019
Laugardagsmorguninn 30. nóvember var árlegur þáttur 5. bekkja Grundaskóla fluttur í Útvarpi Akraness.
Nemendur fóru um víðan völl í dagskrárgerð. Jólasögur, fréttir, brandarar, jólahald í útlöndum, morgunleikfimi og kórsöngur voru á meðal dagskrárliða.
Þátturinn var frábrugðinn fyrri þáttum að því leyti að allt talefni var tekið upp á skólatíma í gegnum nýjan útvarpsbúnað skólans.
Hér má hlusta á þáttinn í heild sinni: