current_id:9165

Tónlistardagskrá á kaffihúsi Malawi markaðarins

22. nóvember, 2019

Eins og áður hefur komið fram tókst árlegur Malawi markaður okkar afskaplega vel og enn og aftur viljum við þakka gestum okkar fyrir komuna. Meðfylgjandi er tengill á tónlistardagskrá sem unglingarnir höfðu umsjón með á kaffihúsinu sem sett var upp í salnum. Þeim til aðstoðar voru þau Valgerður og Sammi tónmenntarkennarar og Flosi aðstoðarskólastjóri sá um undirleik í nokkrum lögum.