current_id:9035

Úrslit í Spurningarkeppninni á miðstiginu

6. nóvember, 2019

Það var fjör hjá okkur á miðstiginu í dag þar sem að úrslit í spurningakeppninni áttu sér stað. Keppendur og áhorfendur stóðu sig með miklum sóma. Keppnin gengur út á að nemendur lesa ákveðnar bækur og fá spurningar í tengslum við þær. Einnig reyndi á leiklistarhæfileika nemenda.
Það voru 7. IHÓ og 6. EHÞ sem mættust og var keppnin mjög spennandi alveg til loka. Það voru nemendur í 7. IHÓ sem stóðu uppi sem sigurvegarar.