current_id:8791

Heimsóknir 2008 árgangsins á milli skóla.

12. september, 2019

Hefð hefur skapast fyrir því undanfarin ár að nemendur úr Grundaskóla og Brekkubæjarskóla hafa skipst á að bjóða hvor öðrum í heimsókn.  

Nú í vikunni var einmitt þannig heimsókn en þá komu nemendur Brekkubæjarskóla til okkar í Grundaskóla. Kennararnir höfðu skipulagt ratleik fyrir allan hópinn, eða um 100 krakka, og var hann um allan skólann. Tilgangurinn með ratleiknum var að nemendur kynntust í gegnum leik, að skoða og fara um skólann og að skemmta sér saman.  

Til dæmis áttu allir hópar að taka ljósmynd á Ipad sem sýndi vináttu. Mörg önnur skemmtileg verkefni voru í ratleiknum. 

Eins og myndirnar bera með sér er þetta glæsilegur árgangur og flottir krakkar.  

Þetta var vel heppnuð heimsókn og hlökkum við í Grundaskóla til að fara næst í heimsókn í Brekkubæjarskóla.