current_id:8579

Ein lítil köngulóarsaga

23. maí, 2019

Í gær rötuðu nokkur skordýr inn í eina af skólastofum 2. bekkjar en börnin hafa fengið góða fræðslu um þau undanfarið. Meðal skordýranna var sælleg könguló sem fékk far inn í skyrdollu hjá einni stúlku í bekknum. Köngulóin undi hag sinum vel í skyrdollunni og ekkert fararsnið á henni. En það átti eftir að breytast! Það var nefnilega búin til höll handa henni þar sem var hátt til lofts og vítt til veggj og þessi fíni, stóri gluggi. Eitthvað fór víðáttan illa í köngulóna því hún lagði á flótta úr höllinn og uppi varð fótur og fit í bekknum því enginn sá hvert hún fór. En öllum til mikillar gleði fannst köngulóin og var henni óðar komið út undir bert loft. Nýtur hún nú lífsins í sínum náttúrulegu heimkynnum fjarri skarkala skólastofunnar.