current_id:8282

Skákmót á miðstiginu

27. mars, 2019

Skákmót miðstigsins fór fram í dag. Þá kepptu til úrslita bekkjarmeistarar í 5. – 7. bekk í stúlkna- og drengjaflokki. Keppnin var spennandi og allir stóðu sig mjög vel. Í stúlknaflokki var Magnea Sindradóttir 7.VH hlutskörpust, annað árið í röð, og Tómas Týr Tómasson 7.VH sigraði í drengjaflokki.

Keppendurnir voru: 7.bekkur: Tómas Týr, Tristan Freyr, Hrannar Þór, Magnea, Bergþóra og Ninja. 6.Bekkur: Víkingur, Ísólfur, Bragi, Kolfinna, Elísa og Arna Karen. 5.bekkur: Birkir Hrafn, Guðjón Hagalín, Arnar Páll, Vala María, Alexandra og Ronja Vala.