current_id:8161

Öskudagur í unglingadeild

7. mars, 2019

Á öskudag gleðjast allir, ungir sem gamlir. Í unglingadeild hefur skapast sú hefð að taka lífinu létt á öskudag og bekkjadeildir keppa sín á milli um flottastu búningana. Að þessu sinni varð 9. LK hlutskarpastur en þau voru öll í hlutverki túrista. Enn fremur var lagið tekið og dansinn dunaði inni á sal skólans. Endilega kíkið á meðfylgjandi myndband.