current_id:7717

Litlu jólin í Grundaskóla

20. desember, 2018

Í dag héldum við litlu jólin hátíðleg í Grundaskóla. Samkvæmt hefðinni hittu nemendur umsjónarkennara sína og áttu notalega stund í heimastofunni. Í framhaldi fluttu þriðju bekkingar helgileik, skólaskórinn kom fram og sýnt var brot úr jólasveinaleikriti 7. bekkjar. Enn fremur voru veitt verðlaun í árlegri jólakortasamkeppni skólans. Hlutskarpastur var Almar Daði Kristinsson en vinnigsmynd hans hefur nú verið prentuð sem jólakort Grundaskóla.

Að lokum var síðan dansað í kringum jólatréð en við skulum láta myndirnar tala sínu máli.