current_id:7710

Patrekur Orri Unnarsson með nýtt frumsamið jólalag

12. desember, 2018

Það er gaman að segja frá því að Patrekur Orri Unnarsson, sem útskrifaðist frá Grundaskóla í vor, hefur nú sent frá sér sitt fyrsta frumsamda lag. Lagið heitir Jólin eru yndisleg og við óskum Patreki til hamingju með frumraunina í útgáfu tónlistar. Þess ber að geta að Patrekur var alltaf mjög virkur í tónlist og leiklist í Grundaskóla og gaman er að sjá að hann heldur áfram á þessu sviði. Lagið er hægt að finna á Youtube og verður jafnframt aðgengilegt á Spotify mjög fljótlega.