current_id:7344

Skólakór Grundaskóla – tónleikar á Vökudögum 2018

8. nóvember, 2018

Yngri hópur skólakórs Grundaskóla, stóð fyrir skemmtilegum tónleikum á bókasafni Akranesbæjar á nýafstöðnum Vökudögum. Eins og heyra má er blómlegt kórastarf í Grundaskóla tveir kórar eru starfandi í skólanum undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur. Mörg spennandi verkefni bíða kóranna í vetur og munu þeir koma fram við ýmis tækifæri í vetur. Á vordögum verður síðan kóramót íslenskra barnakóra haldið í Grundaskóla. Á meðfylgjandi slóð má sjá stutt tóndæmi.