current_id:7305

Göngum í skólann

17. október, 2018

Í gær fór fram lokahátíð á Göngum í skólann verkefninu. Af því tilefni gengu nemendur og starfsfólk Grundaskóla smá hring fyrir utan höllina og enduðu í Akraneshöllinni þar sem var farið í leiki og haft gaman saman. Að því loknu voru kynnt úrslitin í Göngum í skólann. Það var 7. bekkur sem vann og fékk því afhentan Gullskóinn sem viðurkenningu fyrir frábæra frammistöðu. Nemendur stóðu sig heilt yfir frábærlega á meðan á verkefninu stóð og voru duglegir að nýta sér virkan ferðamáta í skólann. Þó verkefninu sé lokið er um að gera að halda áfram að koma gangandi eða hjólandi í skólann 🙂

Minnum á að á fimmtudag 17. október, föstudaginn 18. október og mánudaginn 22. október er vetrarfrí og engin kennsla. Vonandi njóta allir vetrarfrísins og sjáumst hress á þriðjudaginn 23. október samkvæmt stundatöflu.