current_id:7282

Opinn fyrirlestur í Grundaskóla 10. október kl. 18-20

8. október, 2018

Opinn fyrirlestur í Grundaskóla 10.okt. kl. 18-20
,,Það er allt í lagi að vera öðruvísi“

Aðalheiður Sigurðardóttir hefur á síðastliðnum 4 árum haldið fyrirlestra í skólum, leikskólum, fyrir foreldrahópa og í samráði við Einhverfusamtökin og ADHD samtökin, bæði á Íslandi og í Noregi.

Í fyrirlestrinum segir hún frá sínu dásamlega ferðalagi sem einhverfumamma; frá vanmættis til viðurkenningar og hvernig
frábært samstarf við skólann okkar varð til þess að dóttir hennar eignaðist nýtt líf.

Fyrirlesturinn passar fyrir alla og er ætlað að veita innblástur, kenna okkur að hugsa út fyrir rammann, auka umburðarlyndi og sjá alla kostina sem fjölbreytileikinn hefur í för með sér.

Sjáumst í léttri og notalegri stemningu í sal Grundarskóla. Salurinn opnar kl.17:30 og fyrirlesturinn hefst á slaginu kl.18.
Aðgangseyrir er 2.000 kr. (ath. enginn posi er á staðnum).

Sjá auglýsingu fyrir viðburðinn hér