current_id:7274

Nýbreytnistarf í unglingadeild Grundaskóla

26. september, 2018

Í unglingadeild Grundaskóla er hafið mikið nýbreytnistarf þar sem markmiðið er að gera námið gagnlegra, áhugaverðara og skemmtilegra. Í stað þess að sækja tíma í hefðbundnum námsgreinum læra nemendur hina ýmsu námsþætti í gegnum heildstæð verkefni þar sem markmiðið er að nemendur rannsaki, kynni fyrir öðrum og taki þátt í aukinni samvinnu með vinnufélögum sínum. Mörg fjölbreytileg verkefni hafa litið dagsins ljós á haustdögum allt frá fjármálafræðslu yfir í hönnun á draumasamfélaginu og ekki ber á öðru en að nemendur kunni bara vel við þetta verklag.