current_id:7227

Göngum í skólann hefst 5. september

4. september, 2018

Göngum í skólann 2018 hefst í tólfta sinn á morgun, miðvikudaginn 5. september. Verkefninu lýkur á alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 10. október. 
„Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni“. 

Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskauta og hjólabretti. 

Grundaskóli tekur að sjálfsögðu þátt og hvetjum við nemendur og starfsfólk til að koma gangandi eða hjólandi í skólann. 

Hér er hægt að lesa meira um verkefnið 🙂