current_id:6716

Söngleikurinn Smellur

9. apríl, 2018

Það er líf og fjör í Grundaskóla þessa dagana enda styttist í frumsýningu á söngleiknum Smellur sem verður föstudaginn 27.apríl  í Bíóhöllinni á Akranesi. 

Um er að ræða nýjan söngleik eftir Einar Viðarsson, Flosa Einarsson og Gunnar Sturlu Hervarsson. 

Söngleikurinn SMELLUR er í anda 80´s – tímabilsins, þar sem herðapúðar, blásið hár, andlitsfarði, mixteip og margt annað lummó ræður ríkjum. 

Sagan hefur því að geyma margar skemmtilegar og litríkar persónur, hraða atburðarás, kraftmikla tónlist og dans, sem allt blandast saman í skemmtilegan og litríkan hrærigraut.

Við hvetjum ykkur til að fylgjast með okkur. Við erum á Snapchat – grundosmellur, Instagram – songleikurinnsmellur og á facebook – Söngleikurinn Smellur.