current_id:6589

Upplestrarkeppni í 7. bekk

9. mars, 2018

Undanfarið hefur 7. bekkur verið að æfa sig í að efla vandaðan upplestur og framsögn. Þetta er upplestrarkeppnin sem fer fram í sjöunda bekk ár hvert. Þetta verkefni er einstaklega skemmtilegt og gaman að fylgjast með framförum nemenda, bæði í lestri og ekki síður því að koma fram. Í þessari viku fór fram keppni á sal Grundaskóla,  þar sem 6 bestu lesararnir úr hverjum bekk fengu að spreyta sig og stóðu þeir sig mjög vel.
Úr þeim hópi voru valdir 6 lesarar sem dómnefnd þótti skara framúr. Þeir munu keppa næstkomandi fimmtudag í Tónbergi um titilinn Upplesari Grundaskóla. Eftirfarandi nemendur komust áfram: Amira Þöll Ástrósardóttir, Íris Rakel Aðalsteinsdóttir,  Jóel Þór Jóhannesson,Katrín María Ómarsdóttir , Rósa Kristín Hafsteinsdóttir og Ylfa Laxdal. 

Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með árangurinn.