current_id:6585

Stíll hönnunarkeppnin 2018

9. mars, 2018

Nemendur í unglingadeild sem voru í hönnunarvali sýndu afrakstur sinn en nemendur hanna heildarútlit á fatnaði, hári og förðun ásamt því að útbúa ferilmöppu. Stíll er verkefni á vegum Samfés og ákvað Grundaskóli að vinna með Arnardal í þessu verkefni. Velja þarf 2 lið sem fara í aðalkeppnina í Reykjavík þann 17. mars og eru 3 utanaðkomandi dómarar sem velja bestu hönnunina. 

Eins og myndirnar sýna lögðu nemendur mikinn metnað í þetta.