current_id:6424

Hátónsbarkakeppnin 2018

1. febrúar, 2018

Miðvikudagskvöldið 31. janúar, fór fram árleg Hátónsbarkakeppni nemenda í grunnskólunum á Akranesi. Athöfnin fór fram í Tónbergi og að vanda voru margir efnilegir söngvarar sem tóku þátt í keppninni. Dómnefnd valdi síðan einn sigurvegara úr hvorum skóla. Hátónsbarki Grundaskóla að þessu sinni var Matthildur Hafliðadóttir en hlutskörpust í Brekkubæjarskóla var Sigríður Sól. Þær munu síðan báðar taka þátt í Samfés,söngvakeppni félagsmiðstöðva, fyrir hönd Þorpsins. Við óskum þeim báðum til hamingju.