current_id:6421

100 daga hátíð hjá 1. bekk

31. janúar, 2018

Í gær, 30. janúar var hátíðisdagur í 1. bekk. Þann dag höfðum við lokið fyrstu hundrað dögunum í skólagöngu okkar í Grundaskóla. Við unnum mörg skemmtileg verkefni þar sem við töldum ýmsa hluti upp í hundrað og unnum svo með þá.
Þetta var skemmtilegur dagur þar sem við sýndum snilli okkar í talningu og mörgu öðru.
 
Skemmtilegur dagur hjá 1. bekkingum 🙂